„Andlitið á mér var afmyndað“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 08:02 Viðar Ari Jónsson margbrotnaði í andlitinu og á erfitt með að tala. Hann verður á fljótandi fæði næstu sex vikurnar og treystir á góðar súpur frá kærustu sinni, Örnu Jónsdóttur. Samsett mynd „Ég er bara mjög feginn að ekki fór verr, þó að ég finni til. Það er góð tilfinning að finna að allt sé aftur á réttum stað, annað en síðustu daga. Andlitið á mér var afmyndað,“ segir Viðar Ari Jónsson sem margbrotnaði í andliti í leik í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan átti Viðar flotta fyrirgjöf í fyrsta marki HamKam í 5-0 sigri gegn Lilleström á sunnudaginn. Skömmu síðar lenti hann hins vegar í hörðum árekstri, steinrotaðist og skall illa með höfuðið í jörðina. Í roti þegar hann féll til jarðar „Það síðasta sem að ég man er að það kemur löng sending og ég er að bakka til að skalla boltann í innkast eða eitthvað. Svo kemur hann [leikmaður Lilleström] á blindu hliðina hjá mér, og öxlin hefur farið beint í andlitið á mér. Þannig brotna ég fyrst, í hægra kinnbeini, og dett bara alveg út í loftinu og lendi hreinlega á andlitinu. Þannig braut ég á mér kjálkann og missti tönn og eitthvað. Þetta var opið kjálkabrot,“ segir Viðar í samtali við Vísi. Klippa: Viðar kjálkabrotnaði illa Ótrúlegt en satt gat Viðar gengið út af vellinum með sjúkraþjálfara HamKam, eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan, en hann man sjálfur ekkert eftir því. „Svo datt ég bara inn og út þarna, og var fluttur með sjúkrabíl til Elverum. Þar var tekin heilamyndataka sem kom vel út. Síðan var ekið með mig til Oslóar í aðgerð sem ég átti að þurfa að bíða eftir í tvo daga, en læknirinn náði að troða mér að. Þvílíkur kóngur! Ég var alveg að missa vitið,“ segir Viðar. Aðgerðin var síður en svo einföld enda var Viðari tjáð að brotið í kjálkanum hefði verið mjög ljótt. Með fjórar plötur í andlitinu og missti tönn „Ég var svæfður og svo var skorið neðst í kinnina, til að laga brotið undir eyranu hægra megin. Svo voru tvær plötur og sex skrúfur settar þar. Síðan var hitt brotið í miðjum kjálkanum, í neðri gómnum. Tannholdið var því skorið frá neðri gómnum, og þarna voru líka settar tvær plötur. Svo var eitthvað annað brot rétt hjá nefinu en það var ekkert gert í því. Þar að auki missti ég eina tönn sem hékk bara á einhverju tannkjöti, svo það var ekki hægt að bjarga henni,“ segir Viðar sem lætur samt engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að geta varla hreyft munninn til að tala. Viðar Ari Jónsson segist feginn að finna að hann sé núna kominn aftur með rétt bit, þó að hann verði að bíða með að bíta í mat næstu vikurnar.Mynd/Aðsend „Guði sé lof að konan mín er mjög flink í súpugerð“ „Þetta er búinn að vera heljarinnar helgi. Ég er bara þakklátur fyrir að þetta hafi ekki farið verr. Ég er á einhverjum lyfjakokteil núna og það tekur svo 5-6 vikur fyrir þetta að gróa. Ég stefni því bara á síðasta leik tímabilsins sem er 1. desember. Ég get ekki mikið opnað munninn og svo verð ég á fljótandi fæði næstu sex vikurnar. Guði sé lof að konan mín er mjög flink í súpugerð og smoothie-um. Það þarf að fara djúpt í uppskriftabókina hjá henni næstu vikurnar,“ segir Viðar léttur, feginn yfir því að vera á batavegi: „Ég fæ sjálfsagt einhvern minni háttar skurð en annars á allt að verða eins og það var. Andlitið á mér verður samt þrefalt næstu vikurnar,“ segir Viðar en hægt er að sjá hve bólginn hann er á myndbandinu að ofan, þar sem hann tekur léttan dans í lokin eftir aðgerðina. Gæti hafa verið síðasti leikurinn fyrir HamKam Viðar, sem er þrítugur, hefur staðið sig vel með HamKam í ár en gæti verið á förum frá félaginu. Hann lék um skamman tíma með FH hér á landi á síðasta ári, og var þar einnig 2018, en hefur annars spilað í Noregi og Ungverjalandi frá því að hann fór frá Fjölni eftir tímabilið 2016. „Þetta er búið að vera fínt tímabil í ár. Auðvitað er eitthvað sem maður vill gera betur en heilt yfir er þetta gott. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar, og liðið hefur litið vel út. Samningurinn minn hérna rennur út í desember og maður er byrjaður að þreifa fyrir sér, hjá HamKam og öðrum, en það eru engin svör með það enn þá,“ segir Viðar sem lætur eflaust nægja að jafna sig af höfuðhögginu næstu daga, áður en hann ákveður sig varðandi framtíðina. Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Sjá meira
Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan átti Viðar flotta fyrirgjöf í fyrsta marki HamKam í 5-0 sigri gegn Lilleström á sunnudaginn. Skömmu síðar lenti hann hins vegar í hörðum árekstri, steinrotaðist og skall illa með höfuðið í jörðina. Í roti þegar hann féll til jarðar „Það síðasta sem að ég man er að það kemur löng sending og ég er að bakka til að skalla boltann í innkast eða eitthvað. Svo kemur hann [leikmaður Lilleström] á blindu hliðina hjá mér, og öxlin hefur farið beint í andlitið á mér. Þannig brotna ég fyrst, í hægra kinnbeini, og dett bara alveg út í loftinu og lendi hreinlega á andlitinu. Þannig braut ég á mér kjálkann og missti tönn og eitthvað. Þetta var opið kjálkabrot,“ segir Viðar í samtali við Vísi. Klippa: Viðar kjálkabrotnaði illa Ótrúlegt en satt gat Viðar gengið út af vellinum með sjúkraþjálfara HamKam, eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan, en hann man sjálfur ekkert eftir því. „Svo datt ég bara inn og út þarna, og var fluttur með sjúkrabíl til Elverum. Þar var tekin heilamyndataka sem kom vel út. Síðan var ekið með mig til Oslóar í aðgerð sem ég átti að þurfa að bíða eftir í tvo daga, en læknirinn náði að troða mér að. Þvílíkur kóngur! Ég var alveg að missa vitið,“ segir Viðar. Aðgerðin var síður en svo einföld enda var Viðari tjáð að brotið í kjálkanum hefði verið mjög ljótt. Með fjórar plötur í andlitinu og missti tönn „Ég var svæfður og svo var skorið neðst í kinnina, til að laga brotið undir eyranu hægra megin. Svo voru tvær plötur og sex skrúfur settar þar. Síðan var hitt brotið í miðjum kjálkanum, í neðri gómnum. Tannholdið var því skorið frá neðri gómnum, og þarna voru líka settar tvær plötur. Svo var eitthvað annað brot rétt hjá nefinu en það var ekkert gert í því. Þar að auki missti ég eina tönn sem hékk bara á einhverju tannkjöti, svo það var ekki hægt að bjarga henni,“ segir Viðar sem lætur samt engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að geta varla hreyft munninn til að tala. Viðar Ari Jónsson segist feginn að finna að hann sé núna kominn aftur með rétt bit, þó að hann verði að bíða með að bíta í mat næstu vikurnar.Mynd/Aðsend „Guði sé lof að konan mín er mjög flink í súpugerð“ „Þetta er búinn að vera heljarinnar helgi. Ég er bara þakklátur fyrir að þetta hafi ekki farið verr. Ég er á einhverjum lyfjakokteil núna og það tekur svo 5-6 vikur fyrir þetta að gróa. Ég stefni því bara á síðasta leik tímabilsins sem er 1. desember. Ég get ekki mikið opnað munninn og svo verð ég á fljótandi fæði næstu sex vikurnar. Guði sé lof að konan mín er mjög flink í súpugerð og smoothie-um. Það þarf að fara djúpt í uppskriftabókina hjá henni næstu vikurnar,“ segir Viðar léttur, feginn yfir því að vera á batavegi: „Ég fæ sjálfsagt einhvern minni háttar skurð en annars á allt að verða eins og það var. Andlitið á mér verður samt þrefalt næstu vikurnar,“ segir Viðar en hægt er að sjá hve bólginn hann er á myndbandinu að ofan, þar sem hann tekur léttan dans í lokin eftir aðgerðina. Gæti hafa verið síðasti leikurinn fyrir HamKam Viðar, sem er þrítugur, hefur staðið sig vel með HamKam í ár en gæti verið á förum frá félaginu. Hann lék um skamman tíma með FH hér á landi á síðasta ári, og var þar einnig 2018, en hefur annars spilað í Noregi og Ungverjalandi frá því að hann fór frá Fjölni eftir tímabilið 2016. „Þetta er búið að vera fínt tímabil í ár. Auðvitað er eitthvað sem maður vill gera betur en heilt yfir er þetta gott. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar, og liðið hefur litið vel út. Samningurinn minn hérna rennur út í desember og maður er byrjaður að þreifa fyrir sér, hjá HamKam og öðrum, en það eru engin svör með það enn þá,“ segir Viðar sem lætur eflaust nægja að jafna sig af höfuðhögginu næstu daga, áður en hann ákveður sig varðandi framtíðina.
Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Sjá meira