Ráðstefna um þjóðarátak í húsnæðismálum Ámundi Loftsson skrifar 24. september 2024 15:33 Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar