Stefnt að hertara eftirliti á landamærunum í nóvember Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2024 16:34 Dómsmálaráðherra boðar nýjar og hertari reglur á landamærunum. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að nánara eftirlit verði fljótlega tekið upp á Schengen landamærunum í samræmi við önnur ríki samstarfsins. Þá væri til athugunar að taka upp andlitsgreiningarbúnað að ósk lögreglustjórans á Suðurnesjum. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni. Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni.
Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31
Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11