Stefnt að hertara eftirliti á landamærunum í nóvember Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2024 16:34 Dómsmálaráðherra boðar nýjar og hertari reglur á landamærunum. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að nánara eftirlit verði fljótlega tekið upp á Schengen landamærunum í samræmi við önnur ríki samstarfsins. Þá væri til athugunar að taka upp andlitsgreiningarbúnað að ósk lögreglustjórans á Suðurnesjum. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni. Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni.
Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31
Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11