Vilja ályktun um stjórnarslit á dagskrá hjá VG Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. september 2024 23:32 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fyrir utan Bessastaði. Vísir/Vilhelm „Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 4. til 6. október 2024 ályktar að tímabært sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.“ Þetta kemur fram í ósamþykktum drögum að ályktunum fyrir landsfund Vinstri Grænna frá málefnahópum og félögum til umræðu og afgreiðslu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. . Þar segir að ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísk óróa. Tekið er fram að festa hafi komist á undir forystu VG en nú séu hins vega brýn verkefni fram undan og mat landsfundar að ekki sé unnt að takast á við þau í núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn tryggi hagsmuni fjármagnsins Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Saga Kjartansdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sveinn Máni Jóhannesson eru undirrituð fyrir ályktuninni. Andrés og Helgi Hlynur sitja í stjórn VG. „Hvort sem litið er til náttúruverndar, samfélagsmála eða efnahagsstjórnar þá er það svo að samstarfsflokkar hreyfingarinnar í ríkisstjórn, og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa að of miklu leyti farið þá leið að tryggja hagsmuni fjármagnsins, á kostnað almennings. Lausna er leitað í einkavæðingu, niðurskurðarstefnu og óheftri stóriðjustefnu, sem allt gengur gegn stefnu Vinstri grænna. Samhliða hefur Sjálfstæðisflokkurinn áfellst fólk fyrir að flýja stríð og gert innflytjendur almennt að blóraböggli fyrir slæmri efnahagsstjórn og vanrækslu innviða,“ segir í ályktuninni. Hvetja til þess að boðið verði til kosninga Við þessu verður ekki unað að mati undirritaðra og tekið fram að hreyfingin geti ekki átt aðild að ríkisstjórnarsamstarfi þar sem ólíklegt sé að hægt verði að takast á við knýjandi verkefni framundan. „Landsfundur hvetur því til þess að boðað verði til kosninga. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs áréttar stefnu hreyfingarinnar og býður upp á framtíðarsýn fyrir Ísland þar sem fólk er sett í fyrsta sæti og fjármagnið látið mæta afgangi. Hvort sem Vinstri græn verða innan eða utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar mun hreyfingin hafna einkavæðingu og útlendingaandúð og vinna að mannréttindum, kvenfrelsi og félagslegu réttlæti.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Þetta kemur fram í ósamþykktum drögum að ályktunum fyrir landsfund Vinstri Grænna frá málefnahópum og félögum til umræðu og afgreiðslu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. . Þar segir að ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísk óróa. Tekið er fram að festa hafi komist á undir forystu VG en nú séu hins vega brýn verkefni fram undan og mat landsfundar að ekki sé unnt að takast á við þau í núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn tryggi hagsmuni fjármagnsins Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Saga Kjartansdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sveinn Máni Jóhannesson eru undirrituð fyrir ályktuninni. Andrés og Helgi Hlynur sitja í stjórn VG. „Hvort sem litið er til náttúruverndar, samfélagsmála eða efnahagsstjórnar þá er það svo að samstarfsflokkar hreyfingarinnar í ríkisstjórn, og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa að of miklu leyti farið þá leið að tryggja hagsmuni fjármagnsins, á kostnað almennings. Lausna er leitað í einkavæðingu, niðurskurðarstefnu og óheftri stóriðjustefnu, sem allt gengur gegn stefnu Vinstri grænna. Samhliða hefur Sjálfstæðisflokkurinn áfellst fólk fyrir að flýja stríð og gert innflytjendur almennt að blóraböggli fyrir slæmri efnahagsstjórn og vanrækslu innviða,“ segir í ályktuninni. Hvetja til þess að boðið verði til kosninga Við þessu verður ekki unað að mati undirritaðra og tekið fram að hreyfingin geti ekki átt aðild að ríkisstjórnarsamstarfi þar sem ólíklegt sé að hægt verði að takast á við knýjandi verkefni framundan. „Landsfundur hvetur því til þess að boðað verði til kosninga. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs áréttar stefnu hreyfingarinnar og býður upp á framtíðarsýn fyrir Ísland þar sem fólk er sett í fyrsta sæti og fjármagnið látið mæta afgangi. Hvort sem Vinstri græn verða innan eða utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar mun hreyfingin hafna einkavæðingu og útlendingaandúð og vinna að mannréttindum, kvenfrelsi og félagslegu réttlæti.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira