Hvað gerði Diddy? Mansal, ofbeldi og samsæriskenningar um Justin Bieber Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2024 19:01 Mál Sean „Diddy“ Combs og meint ofbeldisbrot hans eru á allra vörum þessa dagana eftir handtöku hans. Samir Hussein/Getty Images Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs, sem oftast er þekktur sem Puff Daddy, situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Eftir að rapparinn var handtekinn þann 17. september hafa samsæriskenningar um hegðun hans og sambönd við aðra tónlistarmenn farið á flug á samfélagsmiðlum. Þar ber einna hæst sögusagnir um það að hann hafi átt í óeðlilegu sambandi við kanadíska poppgoðið Justin Bieber á unga aldri og það fyrir tilstilli tónlistarmannsins Usher. Hér verður farið yfir meint brot rapparans, þau sem hann hefur fengið ákæru fyrir og staðfest er að séu til rannsóknar af hálfu lögreglu og svo þau sem ekki er hægt að kalla annað en samsæriskenningar á þessum tímapunkti og hafa einungis verið nefnd á samfélagsmiðlum. Áralöng saga meintra brota Undanfarið ár hefur hinn 54 ára gamli rappari setið undir röð ásakana og stefna vegna meintra kynferðisbrota sinna, þar sem börn hafa sem dæmi verið sögð hafa komið við sögu. Rapparinn hefur verið frægur í meira en þrjátíu ár og er þess getið í umfjöllun BBC að einungis séu tvö ár síðan hann hélt upp á þrjátíu ára afmælið í stjörnu prýddu partýi í Beverly Hills. Svo virðist vera sem ákvörðun fyrrverandi kærustu hans tónlistarkonunnar Cassie Ventura um að stefna honum í nóvember í fyrra hafi orðið öðrum meintum fórnarlömbum hans innblástur til þess að segja frá. Eftir stefnu hennar í nóvember telst fréttastofu til að í hið minnsta ellefu manns hafi stefnt rapparanum fyrir meint kynferðisofbeldi. Hin meintu brot ná yfir þó nokkuð mörg ár og hefjast miðað við frásagnirnar á tíunda áratugnum. Hér að neðan ber að líta tímalínuna í rannsókn á málum rapparans: Þess ber að geta að rapparinn hefur alla tíð neitað sök, jafnvel þó að ásakanirnar og stefnurnar hrannist upp eins og um gorkúlur sé að ræða. Lögmenn hans hafa bent á að Combs hafi sýnt fullan samstarfsvilja allan tímann. Combs sé ekki fullkomin manneskja en hann sé samt ekki glæpamaður. Combs situr nú í fangaklefa og á ekki möguleika á reynslulausn. Ástæðan að sögn dómarans Andrew L Carter Jr er sú að yfirvöld óttast að tónlistarmaðurinn muni reyna að ná til vitna. Vitnaleiðslur standa nú yfir en Combs mun næst mæta fyrir dómara þann 9. október næstkomandi og mun þar mæla fyrir sakleysi sínu. Var Justin Bieber eitt fórnarlambanna? Eftir að Combs var handtekinn hafa ýmsar samsæriskenningar farið á flug á samfélagsmiðlum. Ekki síst vegna gríðarlegra tengsla rapparans við heim frægðarmenna og tíðra samkvæma þar sem stjörnurnar voru duglegar að mæta. Hafa ýmsar spurningar vaknað um hegðun rapparans undanfarin ár og um það hvort einhverjar stjörnur hafi vitað meira um málið án þess að segja nokkuð. Hafa sérstaklega verið birtir listar sem sagðir eru vera yfir þær stjörnur sem sótt hafi teiti rapparans undanfarin ár. Þá hefur á samfélagsmiðlum sérstöku kastljósi verið varpað á vináttu hans við tónlistarmenn líkt og Jay-Z, Usher og Justin Bieber. Samband rapparans við þann síðastnefnda er líklega það sem vakið hefur mesta athygli netverja ekki síst vegna fullyrðinga tónlistarkonunnar Jaguar Wright í myndböndum á samfélagsmiðlum. Þar fer hún mikinn og fullyrðir meðal annars að tónlistarmaðurinn Usher hafi tryggt rapparanum aðgengi að Bieber þegar hann sló í gegn fimmtán ára gamall. Hver er þessi Jaguar Wright? Jaguar Wright er bandarískur söngvari sem sló fyrst í gegn með The Roots árið 1998. Hún var bakraddasöngvari fyrir Jay-Z árið 2001 í sjónvarpsþættinum Unplugged á MTV. Hún hefur gefið út tvær plötur og hefur gefið út lög líkt og I Can't Wait, Same Shit Different Day og Free. Árið 2020 komst hún í fréttir þegar hún lýsti yfir ósætti sínu við tónlistarmenn eins og Jill Scott, Erykah Badu og Mary J Blige. Hún hefur sakað þáverandi kærasta sinn Common um kynferðisofbeldi þegar þau voru saman á tíunda áratugnum. Hann neitar sök. Þá fór hún í viðtal árið 2022 þar sem hún ræddi myrku hliðar tónlistarbransans í Bandaríkjunum. Var það í fyrst sinn sem hún ræddi ásakanir á hendur Combs. Jaguar segist hafa fylgst með rapparanum allt frá því á tíunda áratugnum og segist hafa verið í kringum sama fólk og hann í bransanum. Hún fullyrðir að hún hafi sjálf sótt teiti hjá rapparanum og lýst því sem þar hefur átt sér stað. Bieber var á þessum árum á mála hjá útgáfufyrirtæki Usher. Þar kynntist hann rapparanum Combs sem var einmitt sjálfur lærifaðir Usher á sínum tíma. Þannig hafa gömul myndbönd af Bieber og Combs farið í mikla dreifingu. Eitt þeirra frá árinu 2009 fjallar sérstaklega um að þeir hafi eytt tveimur heilum sólarhringum saman en í myndbandinu sést Combs meðal annars gefa Bieber sportbíl. „Ég hef fengið forræði yfir honum,“ segir Combs meðal annars í myndbandinu. „Hann er á mála hjá Usher og ég var með forræði yfir Usher þegar hann gerði fyrstu plötuna sína. Ég gerði fyrstu plötu Ushers. Við ætlum alla leið. Alla klikkuðu leiðina.“ Wright fullyrðir að Combs hafi „groom-að“ Bieber og ýjar að því að hann hafi brotið á honum kynferðislega. Ekkert af þessu hefur verið fullyrt í virtum erlendum fjölmiðlum. Sky News lætur þess þó getið að myndbandið af 48 tíma ferðalagi þeirra Bieber og Combs hafi farið í mikla dreifingu á miðlunum. Þá hefur annað myndband af þeim sem tekið er upp ári síðar, 2010 einnig fengið þó nokkra dreifingu. Þar virðist vera sem þeir séu ekki eins nánir og ári áður og stemningin hreinlega óþægileg í myndbandinu þar sem Diddy furðar sig á því að Bieber hafi ekkert talað við sig. „Allt gott að frétta? Að selja allt upp og svona? Byrjaður að haga þér öðruvísi, ha? Þú hefur ekkert hringt í mig og hangið með mér eins og við gerðum alltaf,“ segir rapparinn við Bieber sem er sextán ára þegar þetta er tekið upp. Bieber er hinn vandræðalegasti og segir rapparann einfaldlega ekki hafa verið með númerið hans. Þá hafa erlendir miðlar rifjað upp þátt úr raunveruleikaþáttaseríunni um Kardashian fjölskyldunni frá árinu 2014. Þar ræðir Khloe Kardashian um teiti sem hún var stödd í kvöldið áður en þátturinn var tekinn upp. „Ég held að helmingurinn í teitinu hafi verið nakinn. Þú hefðir elskað þetta,“ segir Khloe við systur sína Kourtney, sem spyr hverjir voru þar? „Diddy. Quincy. Justin Bieber..“ Það eina sem haft hefur verið eftir Bieber um mál Combs eru svör talsmanna hans til bandaríska tímaritsins People um að Bieber sé þessa dagana að einbeita sér að föðurhlutverkinu. Hann og eiginkona hans Hailey Bieber eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Segist Bieber því ekki fylgjast sérstaklega með máli rapparans. Hér að neðan er brot úr myndbandi af samfélagsmiðlum með óstaðfestum fullyrðingum Jaguar Wright um meint samband Bieber og Combs. American singer Jaguar Wright reveals that Diddy had been trying to gain control over Justin Bieber but struggled until Usher stepped in, took over management, and ultimately handed Bieber over to Diddy for 48 hours.Usher recently wiped all of his tweets from his Twitter… pic.twitter.com/Hf5zaWbe7a— Shadow of Ezra (@ShadowofEzra) September 22, 2024 Breska götublaðið Daily Mail gengur þó lengra og fullyrðir að Bieber sé í áfalli yfir máli rapparans. Hann skammist sín fyrir samstarf þeirra og eigi í erfiðleikum með að melta fortíð sína, líkt og því er lýst í miðlinum. Er þetta haft eftir ónefndum heimildarmanni sem götublaðið fullyrðir að sé náinn Bieber. Það varð svo ekki til þess að róa samsæriskenningasmiðina þegar öllum tístum á Twitter/X reikningi tónlistarmannsins Usher var eytt um helgina. Voru margir sannfærðir að þar hlyti að vera staðfesting þess efnis um að eitthvað gruggut væri þar að finna um fortíð Usher og vináttu hans við Diddy. Reikningurinn komst þó aftur í gagnið og útskýrði Usher eftir að tístin birtust aftur að hann hefði einfaldlega orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Account got hacked and damn y’all ran with it! 😂😂😂 See you tonight at Intuit Dome ✌🏾👀✌🏾— Usher Raymond IV (@Usher) September 22, 2024 Hvaða stjörnur voru í teitum P. Diddy? Þá hafa áleitnar spurningar vaknað um það hvaða tónlistarmenn, leikarar og aðrar stjörnur hafi verið viðstaddar teiti rapparans þar sem vafasamir hlutir áttu sér stað. Til þeirra hefur verið vísað sem svokallaðra „freak-off“ samkvæma, þar sem tilgangurinn hafi verið að bjóða fólki kynferðislegt aðgengi að fólki í mansali. Starfsfólk Combs hafi bókað hótelsvítur, ráðið kynlífsverkafólk og dreift eiturlyfjum í partýinu, líkt og kókaíni, metamfetamíni og oxykódíni, í þeim tilgangi að þröngva gestum til kynferðislegra athafna og halda þeim undir sinni stjórn, eins og því er lýst í umfjöllun BBC. Combs hafi svo tekið allt saman upp til þess að tryggja þögn fórnarlamba sinna. Við leit hefur meðal annars fundist mikið magn kynlífsolía sem rapparinn er talinn hafa nýtt í samkvæmunum. Lögmaður hans hefur fullyrt að partýin hafi verið haldin með fullu samþykki allra viðeigandi. „Er þetta kynlífsánauð? Ekki ef allir vilja vera þar.“ Hér að neðan er færsla af samfélagsmiðlinum X með óstaðfestum fullyrðingum um gestalista í teitum rapparans. Here is a list of the top celebrities who attended Diddy's parties. I don't believe in "guilt by association" but I do believe in digging for the truth and sometimes where there is smoke, there is fire. Usher deleting his X posts is suspicious, I am sure there's a whole lot of… pic.twitter.com/ShaP3o4TyU— 🇺🇲 JayJay 🇺🇲 (@2Trump2024) September 22, 2024 Teitin hafa verið viðfangsefni margra kenninga á samfélagsmiðlum og listi yfir meinta gesti gengið manna á milli en hann virðist enn og aftur vera hafður upp úr fullyrðingum tónlistarkonunnar Jaguar Wright. Hún nefnir nöfn eins og Jay-Z, Kim Kardashian, Kanye West, Naomi Campbell, Mary J. Blige, Dr. Dre, Ashton Kutcher og Leonardo Dicaprio svo nokkrir séu nefndir. Fram kemur í erlendum miðlum að athygli vaki hve fáir innan tónlistar- og kvikmyndbransans hafi tjáð sig um mál rapparans. Það sé til marks um það hve vinsæll hann hafi verið í bransanum og vel tengdur. Óljóst sé með hvaða hætti hvaða stjörnur geti hugsanlega tengst málinu, enda hafi gríðarlegur fjöldi þeirra sótt einhverskonar teiti hjá rapparanum á einum tímapunkti eða öðrum. Þá hafa börn rapparans ekki farið varhluta af samsæriskenningunum. Þau birtu í gær yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem þau fóru hörðum orðum um samsæriskenningar þess efnis að móðir þeirra heitin Kim Porter hefði verið myrt af föður þeirra. Porter lést árið 2018 úr lungnabólgu. Börnin hafna þeim kenningum með öllu og segja það liggja fyrir að andlát móður þeirra hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Börn Diddy þau Quincy, Christian, Jessie og D'lila sáu sig knúin til að birta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum vegna samsæriskenninga um föður þeirra og andlát móður þeirra. Erlend sakamál Hollywood Bandaríkin Fréttaskýringar Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy á sjálfsvígsvakt Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. 21. september 2024 17:08 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Barnsmóðir Diddy fannst látin Fyrirsætan og leikkonan Kim Porter fannst látin á heimili sínu í Los Angeles fyrr í dag. 15. nóvember 2018 22:03 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Eftir að rapparinn var handtekinn þann 17. september hafa samsæriskenningar um hegðun hans og sambönd við aðra tónlistarmenn farið á flug á samfélagsmiðlum. Þar ber einna hæst sögusagnir um það að hann hafi átt í óeðlilegu sambandi við kanadíska poppgoðið Justin Bieber á unga aldri og það fyrir tilstilli tónlistarmannsins Usher. Hér verður farið yfir meint brot rapparans, þau sem hann hefur fengið ákæru fyrir og staðfest er að séu til rannsóknar af hálfu lögreglu og svo þau sem ekki er hægt að kalla annað en samsæriskenningar á þessum tímapunkti og hafa einungis verið nefnd á samfélagsmiðlum. Áralöng saga meintra brota Undanfarið ár hefur hinn 54 ára gamli rappari setið undir röð ásakana og stefna vegna meintra kynferðisbrota sinna, þar sem börn hafa sem dæmi verið sögð hafa komið við sögu. Rapparinn hefur verið frægur í meira en þrjátíu ár og er þess getið í umfjöllun BBC að einungis séu tvö ár síðan hann hélt upp á þrjátíu ára afmælið í stjörnu prýddu partýi í Beverly Hills. Svo virðist vera sem ákvörðun fyrrverandi kærustu hans tónlistarkonunnar Cassie Ventura um að stefna honum í nóvember í fyrra hafi orðið öðrum meintum fórnarlömbum hans innblástur til þess að segja frá. Eftir stefnu hennar í nóvember telst fréttastofu til að í hið minnsta ellefu manns hafi stefnt rapparanum fyrir meint kynferðisofbeldi. Hin meintu brot ná yfir þó nokkuð mörg ár og hefjast miðað við frásagnirnar á tíunda áratugnum. Hér að neðan ber að líta tímalínuna í rannsókn á málum rapparans: Þess ber að geta að rapparinn hefur alla tíð neitað sök, jafnvel þó að ásakanirnar og stefnurnar hrannist upp eins og um gorkúlur sé að ræða. Lögmenn hans hafa bent á að Combs hafi sýnt fullan samstarfsvilja allan tímann. Combs sé ekki fullkomin manneskja en hann sé samt ekki glæpamaður. Combs situr nú í fangaklefa og á ekki möguleika á reynslulausn. Ástæðan að sögn dómarans Andrew L Carter Jr er sú að yfirvöld óttast að tónlistarmaðurinn muni reyna að ná til vitna. Vitnaleiðslur standa nú yfir en Combs mun næst mæta fyrir dómara þann 9. október næstkomandi og mun þar mæla fyrir sakleysi sínu. Var Justin Bieber eitt fórnarlambanna? Eftir að Combs var handtekinn hafa ýmsar samsæriskenningar farið á flug á samfélagsmiðlum. Ekki síst vegna gríðarlegra tengsla rapparans við heim frægðarmenna og tíðra samkvæma þar sem stjörnurnar voru duglegar að mæta. Hafa ýmsar spurningar vaknað um hegðun rapparans undanfarin ár og um það hvort einhverjar stjörnur hafi vitað meira um málið án þess að segja nokkuð. Hafa sérstaklega verið birtir listar sem sagðir eru vera yfir þær stjörnur sem sótt hafi teiti rapparans undanfarin ár. Þá hefur á samfélagsmiðlum sérstöku kastljósi verið varpað á vináttu hans við tónlistarmenn líkt og Jay-Z, Usher og Justin Bieber. Samband rapparans við þann síðastnefnda er líklega það sem vakið hefur mesta athygli netverja ekki síst vegna fullyrðinga tónlistarkonunnar Jaguar Wright í myndböndum á samfélagsmiðlum. Þar fer hún mikinn og fullyrðir meðal annars að tónlistarmaðurinn Usher hafi tryggt rapparanum aðgengi að Bieber þegar hann sló í gegn fimmtán ára gamall. Hver er þessi Jaguar Wright? Jaguar Wright er bandarískur söngvari sem sló fyrst í gegn með The Roots árið 1998. Hún var bakraddasöngvari fyrir Jay-Z árið 2001 í sjónvarpsþættinum Unplugged á MTV. Hún hefur gefið út tvær plötur og hefur gefið út lög líkt og I Can't Wait, Same Shit Different Day og Free. Árið 2020 komst hún í fréttir þegar hún lýsti yfir ósætti sínu við tónlistarmenn eins og Jill Scott, Erykah Badu og Mary J Blige. Hún hefur sakað þáverandi kærasta sinn Common um kynferðisofbeldi þegar þau voru saman á tíunda áratugnum. Hann neitar sök. Þá fór hún í viðtal árið 2022 þar sem hún ræddi myrku hliðar tónlistarbransans í Bandaríkjunum. Var það í fyrst sinn sem hún ræddi ásakanir á hendur Combs. Jaguar segist hafa fylgst með rapparanum allt frá því á tíunda áratugnum og segist hafa verið í kringum sama fólk og hann í bransanum. Hún fullyrðir að hún hafi sjálf sótt teiti hjá rapparanum og lýst því sem þar hefur átt sér stað. Bieber var á þessum árum á mála hjá útgáfufyrirtæki Usher. Þar kynntist hann rapparanum Combs sem var einmitt sjálfur lærifaðir Usher á sínum tíma. Þannig hafa gömul myndbönd af Bieber og Combs farið í mikla dreifingu. Eitt þeirra frá árinu 2009 fjallar sérstaklega um að þeir hafi eytt tveimur heilum sólarhringum saman en í myndbandinu sést Combs meðal annars gefa Bieber sportbíl. „Ég hef fengið forræði yfir honum,“ segir Combs meðal annars í myndbandinu. „Hann er á mála hjá Usher og ég var með forræði yfir Usher þegar hann gerði fyrstu plötuna sína. Ég gerði fyrstu plötu Ushers. Við ætlum alla leið. Alla klikkuðu leiðina.“ Wright fullyrðir að Combs hafi „groom-að“ Bieber og ýjar að því að hann hafi brotið á honum kynferðislega. Ekkert af þessu hefur verið fullyrt í virtum erlendum fjölmiðlum. Sky News lætur þess þó getið að myndbandið af 48 tíma ferðalagi þeirra Bieber og Combs hafi farið í mikla dreifingu á miðlunum. Þá hefur annað myndband af þeim sem tekið er upp ári síðar, 2010 einnig fengið þó nokkra dreifingu. Þar virðist vera sem þeir séu ekki eins nánir og ári áður og stemningin hreinlega óþægileg í myndbandinu þar sem Diddy furðar sig á því að Bieber hafi ekkert talað við sig. „Allt gott að frétta? Að selja allt upp og svona? Byrjaður að haga þér öðruvísi, ha? Þú hefur ekkert hringt í mig og hangið með mér eins og við gerðum alltaf,“ segir rapparinn við Bieber sem er sextán ára þegar þetta er tekið upp. Bieber er hinn vandræðalegasti og segir rapparann einfaldlega ekki hafa verið með númerið hans. Þá hafa erlendir miðlar rifjað upp þátt úr raunveruleikaþáttaseríunni um Kardashian fjölskyldunni frá árinu 2014. Þar ræðir Khloe Kardashian um teiti sem hún var stödd í kvöldið áður en þátturinn var tekinn upp. „Ég held að helmingurinn í teitinu hafi verið nakinn. Þú hefðir elskað þetta,“ segir Khloe við systur sína Kourtney, sem spyr hverjir voru þar? „Diddy. Quincy. Justin Bieber..“ Það eina sem haft hefur verið eftir Bieber um mál Combs eru svör talsmanna hans til bandaríska tímaritsins People um að Bieber sé þessa dagana að einbeita sér að föðurhlutverkinu. Hann og eiginkona hans Hailey Bieber eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Segist Bieber því ekki fylgjast sérstaklega með máli rapparans. Hér að neðan er brot úr myndbandi af samfélagsmiðlum með óstaðfestum fullyrðingum Jaguar Wright um meint samband Bieber og Combs. American singer Jaguar Wright reveals that Diddy had been trying to gain control over Justin Bieber but struggled until Usher stepped in, took over management, and ultimately handed Bieber over to Diddy for 48 hours.Usher recently wiped all of his tweets from his Twitter… pic.twitter.com/Hf5zaWbe7a— Shadow of Ezra (@ShadowofEzra) September 22, 2024 Breska götublaðið Daily Mail gengur þó lengra og fullyrðir að Bieber sé í áfalli yfir máli rapparans. Hann skammist sín fyrir samstarf þeirra og eigi í erfiðleikum með að melta fortíð sína, líkt og því er lýst í miðlinum. Er þetta haft eftir ónefndum heimildarmanni sem götublaðið fullyrðir að sé náinn Bieber. Það varð svo ekki til þess að róa samsæriskenningasmiðina þegar öllum tístum á Twitter/X reikningi tónlistarmannsins Usher var eytt um helgina. Voru margir sannfærðir að þar hlyti að vera staðfesting þess efnis um að eitthvað gruggut væri þar að finna um fortíð Usher og vináttu hans við Diddy. Reikningurinn komst þó aftur í gagnið og útskýrði Usher eftir að tístin birtust aftur að hann hefði einfaldlega orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Account got hacked and damn y’all ran with it! 😂😂😂 See you tonight at Intuit Dome ✌🏾👀✌🏾— Usher Raymond IV (@Usher) September 22, 2024 Hvaða stjörnur voru í teitum P. Diddy? Þá hafa áleitnar spurningar vaknað um það hvaða tónlistarmenn, leikarar og aðrar stjörnur hafi verið viðstaddar teiti rapparans þar sem vafasamir hlutir áttu sér stað. Til þeirra hefur verið vísað sem svokallaðra „freak-off“ samkvæma, þar sem tilgangurinn hafi verið að bjóða fólki kynferðislegt aðgengi að fólki í mansali. Starfsfólk Combs hafi bókað hótelsvítur, ráðið kynlífsverkafólk og dreift eiturlyfjum í partýinu, líkt og kókaíni, metamfetamíni og oxykódíni, í þeim tilgangi að þröngva gestum til kynferðislegra athafna og halda þeim undir sinni stjórn, eins og því er lýst í umfjöllun BBC. Combs hafi svo tekið allt saman upp til þess að tryggja þögn fórnarlamba sinna. Við leit hefur meðal annars fundist mikið magn kynlífsolía sem rapparinn er talinn hafa nýtt í samkvæmunum. Lögmaður hans hefur fullyrt að partýin hafi verið haldin með fullu samþykki allra viðeigandi. „Er þetta kynlífsánauð? Ekki ef allir vilja vera þar.“ Hér að neðan er færsla af samfélagsmiðlinum X með óstaðfestum fullyrðingum um gestalista í teitum rapparans. Here is a list of the top celebrities who attended Diddy's parties. I don't believe in "guilt by association" but I do believe in digging for the truth and sometimes where there is smoke, there is fire. Usher deleting his X posts is suspicious, I am sure there's a whole lot of… pic.twitter.com/ShaP3o4TyU— 🇺🇲 JayJay 🇺🇲 (@2Trump2024) September 22, 2024 Teitin hafa verið viðfangsefni margra kenninga á samfélagsmiðlum og listi yfir meinta gesti gengið manna á milli en hann virðist enn og aftur vera hafður upp úr fullyrðingum tónlistarkonunnar Jaguar Wright. Hún nefnir nöfn eins og Jay-Z, Kim Kardashian, Kanye West, Naomi Campbell, Mary J. Blige, Dr. Dre, Ashton Kutcher og Leonardo Dicaprio svo nokkrir séu nefndir. Fram kemur í erlendum miðlum að athygli vaki hve fáir innan tónlistar- og kvikmyndbransans hafi tjáð sig um mál rapparans. Það sé til marks um það hve vinsæll hann hafi verið í bransanum og vel tengdur. Óljóst sé með hvaða hætti hvaða stjörnur geti hugsanlega tengst málinu, enda hafi gríðarlegur fjöldi þeirra sótt einhverskonar teiti hjá rapparanum á einum tímapunkti eða öðrum. Þá hafa börn rapparans ekki farið varhluta af samsæriskenningunum. Þau birtu í gær yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem þau fóru hörðum orðum um samsæriskenningar þess efnis að móðir þeirra heitin Kim Porter hefði verið myrt af föður þeirra. Porter lést árið 2018 úr lungnabólgu. Börnin hafna þeim kenningum með öllu og segja það liggja fyrir að andlát móður þeirra hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Börn Diddy þau Quincy, Christian, Jessie og D'lila sáu sig knúin til að birta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum vegna samsæriskenninga um föður þeirra og andlát móður þeirra.
Hver er þessi Jaguar Wright? Jaguar Wright er bandarískur söngvari sem sló fyrst í gegn með The Roots árið 1998. Hún var bakraddasöngvari fyrir Jay-Z árið 2001 í sjónvarpsþættinum Unplugged á MTV. Hún hefur gefið út tvær plötur og hefur gefið út lög líkt og I Can't Wait, Same Shit Different Day og Free. Árið 2020 komst hún í fréttir þegar hún lýsti yfir ósætti sínu við tónlistarmenn eins og Jill Scott, Erykah Badu og Mary J Blige. Hún hefur sakað þáverandi kærasta sinn Common um kynferðisofbeldi þegar þau voru saman á tíunda áratugnum. Hann neitar sök. Þá fór hún í viðtal árið 2022 þar sem hún ræddi myrku hliðar tónlistarbransans í Bandaríkjunum. Var það í fyrst sinn sem hún ræddi ásakanir á hendur Combs. Jaguar segist hafa fylgst með rapparanum allt frá því á tíunda áratugnum og segist hafa verið í kringum sama fólk og hann í bransanum. Hún fullyrðir að hún hafi sjálf sótt teiti hjá rapparanum og lýst því sem þar hefur átt sér stað.
Erlend sakamál Hollywood Bandaríkin Fréttaskýringar Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy á sjálfsvígsvakt Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. 21. september 2024 17:08 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Barnsmóðir Diddy fannst látin Fyrirsætan og leikkonan Kim Porter fannst látin á heimili sínu í Los Angeles fyrr í dag. 15. nóvember 2018 22:03 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Diddy á sjálfsvígsvakt Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. 21. september 2024 17:08
Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37
Barnsmóðir Diddy fannst látin Fyrirsætan og leikkonan Kim Porter fannst látin á heimili sínu í Los Angeles fyrr í dag. 15. nóvember 2018 22:03