Osaka vill ekki sjá eftir neinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2024 07:01 Naomi Osaka og nýi þjálfarinn hennar, Patrick Mouratoglou. Robert Prange/Getty Images Naomi Osaka segist vera á þeim stað í lífinu að hún vilji ekki sjá eftir neinu. Hún hefur því ráðið fyrrverandi þjálfara Serenu Williams, Patrick Mouratoglou, til að hjálpa sér að komast aftur í sitt besta form. Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking. Tennis Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking.
Tennis Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira