Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:49 Hakamada í göngutúr á dögunum. AP/Kyodo News Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada. Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir. Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Hakamada var ákærður fyrir og fundinn sekur um að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra á táningsaldri. Hann var ekki viðstaddur þegar hann var loksins sýknaður, þar sem hann þjáist nú af andlegum veikindum sökum þess að vera vistaður á dauðadeild í meira en hálfa öld. Lík fórnarlambanna fundust þegar tilkynnt var um eldsvoða á heimili þeirra árið 1966. Öll höfðu verið stungin til bana. Hakamada, fyrrverandi boxari sem starfaði í miso-verksmiðju undir stjórn mannsins, var handtekinn. Hideko Hakamada, systir Iwao, tók við heiðursbelti japanskra boxsamtaka árið 2014, eftir að bróðir hennar var látinn laus.Getty/Corbis/Hitoshi Yamada Yfirvöld sökuðu Hakamada um að hafa myrt fjölskylduna, kveikt í heimili þeirra og stolið um það bil 200 þúsund jenum í reiðufé. Hakamada sagðist saklaus en játaði síðar eftir barsmíðar og yfirheyrslur sem stundum vöruðu í allt að tólf tíma. Föt sem fundust í tanki af miso um það bil ári eftir morðin urðu til þess að Hakamadu var fundinn sekur. Dómarinn Hiroaki Murayama komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2014 að fötin hefðu ekki tilheyrt Hakamada og að yfirvöld hefðu líklega komið sönnunargögnunum fyrir. Hakamada var látinn laus 2014 og hefur síðan verið í umsjá systur sinnar, sem er 91 árs. Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hafa aðeins fimm einstaklingar á dauðadeild í Japan fengið mál sín tekin upp. Japan er eitt fárra ríkja þar sem dauðadómar eru enn við lýði og þá búa dæmdir við þann veruleika að fá aðeins nokkurra klukkustunda viðvörun áður en þeir eru hengdir.
Japan Erlend sakamál Dauðarefsingar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira