Vilja að takmarkanir á starfsmannaleigur verði skoðaðar Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 11:20 Saga Kjartansdóttir, lögfræðingur hjá vinnueftirliti ASÍ. Vísir/Egill Sérfræðingur hjá ASÍ vill skoða hvort takmarka eigi starfsemi starfsmannaleiga. Starfsmenn leiganna séu of útsettir fyrir mansali þótt að alls ekki allar starfsmannaleigur gerist sekar um vinnumansal. Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali. Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali.
Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira