Segir álagið vera að drepa menn Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:46 Carlos Alcaraz er einn allra besti tennisspilari heims en hann segir álagið of mikið. Getty/Francisco Macia Carlos Alcaraz er mættur á sitt fimmtánda tennismót í ár, í Kína, og þar ítrekaði þessi 21 árs gamli Spánverji þá skoðun sína að álagið væri að gera út af við tennisstjörnur heimsins. „Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær. Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
„Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær.
Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira