Segir álagið vera að drepa menn Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:46 Carlos Alcaraz er einn allra besti tennisspilari heims en hann segir álagið of mikið. Getty/Francisco Macia Carlos Alcaraz er mættur á sitt fimmtánda tennismót í ár, í Kína, og þar ítrekaði þessi 21 árs gamli Spánverji þá skoðun sína að álagið væri að gera út af við tennisstjörnur heimsins. „Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær. Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
„Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær.
Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira