Fagnar niðurstöðunni en lýsir yfir þungum áhyggjum Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 16:47 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ segir að félagið hafi bent á frá upphafi rannsóknarinnar að aldrei hafi verið grundvöllur fyrir henni, enda hafi hún beinst að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“ Skapi réttaróvissu um störf allra blaðamanna Um leið og BÍ fagni því að málinu sé nú lokið lýsi félagið þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. „Auk þeirra beinu og verulegu áhrifa sem rannsóknin hefur haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hefur hún skapað réttaróvissu um störf allra starfandi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fælingaráhrif. Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðum lögreglu með rannsókninni hefur framganga hennar í málinu gert það erfitt að útiloka með öllu að sú sé raunin.“ Fordæmalaus yfirlýsing Þá segir að yfirlýsing sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins sé ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hafi grafið undan. Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi séu fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felist ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur sé þar þvert á móti staðhæft að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir brot á almennum hegningarlögum. „BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess. BÍ mun aðstoða hlutaðeigandi félagsmenn við að leita réttar síns í málinu kjósi þeir að leita hans og jafnframt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli af hálfu félagsins.“ Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ segir að félagið hafi bent á frá upphafi rannsóknarinnar að aldrei hafi verið grundvöllur fyrir henni, enda hafi hún beinst að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“ Skapi réttaróvissu um störf allra blaðamanna Um leið og BÍ fagni því að málinu sé nú lokið lýsi félagið þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. „Auk þeirra beinu og verulegu áhrifa sem rannsóknin hefur haft á líf og störf þeirra blaðamanna sem í hlut áttu hefur hún skapað réttaróvissu um störf allra starfandi blaðamanna á Íslandi og haft víðtæk fælingaráhrif. Þótt það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðum lögreglu með rannsókninni hefur framganga hennar í málinu gert það erfitt að útiloka með öllu að sú sé raunin.“ Fordæmalaus yfirlýsing Þá segir að yfirlýsing sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins sé ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hafi grafið undan. Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi séu fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felist ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur sé þar þvert á móti staðhæft að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem geti flokkast undir brot á almennum hegningarlögum. „BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess. BÍ mun aðstoða hlutaðeigandi félagsmenn við að leita réttar síns í málinu kjósi þeir að leita hans og jafnframt leggja mat á hvort og þá hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli af hálfu félagsins.“
Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36