Matvælastofnun kærði tvo búfjáreigendur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:37 Hrönn Ólína Jörundardóttir er forstjóri MAST. Matvælastofnun hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns stofnunarinnar. Um er að ræða tvo aðskilin atvik en báðir kærðu eru búfjáreigendur. Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni. Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni.
Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira