Viðbrögð við vanlíðan ungmenna Sandra Björk Birgisdóttir skrifar 27. september 2024 12:03 Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við. En ef samfélagið okkar skapar aðstæður sem gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til þess að efla geðheilsuna, þroskast og blómstra á eigin forsendum og rækta bæði sjálfsmynd sína og styrkleika verða þau sífellt betur í stakk búin til að takast á við nýjar eða erfiðar tilfinningar. Til að stuðla að þessum þroska er mikilvægt að við séum jafn óhrædd við að tala um geðheilsu og andlega líðan eins og þá líkamlegu. Þannig læra börn og ungmenni betur og betur að takast á við lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Það þýðir líka að við þurfum að vera óhrædd við að taka spjallið um erfiðar og flóknar tilfinningar, rétt eins og allar aðrar, því það er óhjákvæmilegt að ungt fólk upplifi vanlíðan á einhverjum tímapunkti því það er hluti af lífinu og við þurfum að læra að takast á við það. Bjargráð gegn vanlíðan Það eru til nokkur einföld ráð sem geta hjálpað fólki að takast á við mikla vanlíðan. Það er fyrst og fremst mjög gagnlegt fyrir okkur öll, sérstaklega ungmenni, að tala við einhvern sem maður treystir og segja frá líðaninni og hugsunum. Gefum ungmennum í kringum okkur gaum, ert þú aðilinn í þínu nærumhverfi sem hægt er að leita til? Það er líka mikilvægt að reyna að vera í kringum fólk frekar en að einangra sig. Munum að það er styrkleikamerki að leita sér hjálpar og enginn skömm í því að líða illa. Svo er gagnlegt að minna sig á að tilfinningar og hugsanir okkar eru eins og fljót, á sífelldu skriði og alltaf að breytast. Líðan getur því verið allt önnur á morgun en í dag og jafnvel eftir klukkustund. Þess vegna er best að taka bara eitt skref í einu og komast gegnum daginn, enda getur það auðveldlega verið yfirþyrmandi að hugsa of mikið um hlutina eða horfa langt fram í tímann. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað hjálpar hverjum og einum, hvað virkar best og hvað fólki finnst gott að gera þegar því líður illa. En oft getur það reynst fólki hjálplegt að gera það sem hefur áður veitt ánægju eða hefur reynst vel til að ná jafnvægi á líðan. En það er um leið gott að huga að því að bjargráðin sem maður notar bæti helst líðan til lengri tíma litið, en ekki bara um stundarsakir. Sjálfsvígshugsanir eru merki um þörf á aðstoð Í sumum tilfellum getur vanlíðan orðið það mikil að fólk upplifi sjálfsvígshugsanir. Þær geta verið allt frá óljósum tilfinningum og hugsunum um að vilja ekki lifa lengur þó að viðkomandi sé ekki í raun að hugsa um að enda líf sitt, yfir í sterkar og alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eru alltaf merki um mikla vanlíðan og að einstaklingur þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna skiptir miklu máli að segja einhverjum sem maður treystir frá slíkum hugsunum, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, kennari, vinnufélagi eða einhver annar. Sjálfsvígshugsanir eru ekkert til að skammast sín fyrir, en því miður er svo mikið af fólki sem líður illa að þær eru nokkuð algengar. Við hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is höfum til að mynda tekið á móti miklum fjölda samtala um sjálfsvígshugsanir síðustu árin. Árið 2022 voru samtölin 1127 og árið 2023 voru þau 1413, þar af 490 við ungmenni sem voru undir 25 ára aldri. Hvernig á að ræða sjálfsvígshugsanir? Ef það er grunur eða vitneskja um mikla vanlíðan hjá einstaklingi er bæði nauðsynlegt og hjálplegt að spyrja beint út í sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að slíkar spurningar hafa ekki fælandi eða ögrandi áhrif á einstakling í sjálfsvígshugleiðingum. Hins vegar þarf að spyrja slíkra spurninga af nærgætni og virðingu. Með því að spyrja viðkomandi beint út í eðli hugsananna og tíðni þeirra gefur það honum tækifæri á að spegla þær með öðrum einstaklingi, sem veitir oft ákveðinn létti. Mikilvægt er að viðurkenna þá vanlíðan sem einstaklingurinn er að upplifa og benda á hvar hægt er að fá aðstoð. Það er alltaf hægt að leita til eftirfarandi aðila: Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is Pieta síminn 552-2218 Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is Höfundur er Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins - 1717. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við. En ef samfélagið okkar skapar aðstæður sem gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til þess að efla geðheilsuna, þroskast og blómstra á eigin forsendum og rækta bæði sjálfsmynd sína og styrkleika verða þau sífellt betur í stakk búin til að takast á við nýjar eða erfiðar tilfinningar. Til að stuðla að þessum þroska er mikilvægt að við séum jafn óhrædd við að tala um geðheilsu og andlega líðan eins og þá líkamlegu. Þannig læra börn og ungmenni betur og betur að takast á við lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Það þýðir líka að við þurfum að vera óhrædd við að taka spjallið um erfiðar og flóknar tilfinningar, rétt eins og allar aðrar, því það er óhjákvæmilegt að ungt fólk upplifi vanlíðan á einhverjum tímapunkti því það er hluti af lífinu og við þurfum að læra að takast á við það. Bjargráð gegn vanlíðan Það eru til nokkur einföld ráð sem geta hjálpað fólki að takast á við mikla vanlíðan. Það er fyrst og fremst mjög gagnlegt fyrir okkur öll, sérstaklega ungmenni, að tala við einhvern sem maður treystir og segja frá líðaninni og hugsunum. Gefum ungmennum í kringum okkur gaum, ert þú aðilinn í þínu nærumhverfi sem hægt er að leita til? Það er líka mikilvægt að reyna að vera í kringum fólk frekar en að einangra sig. Munum að það er styrkleikamerki að leita sér hjálpar og enginn skömm í því að líða illa. Svo er gagnlegt að minna sig á að tilfinningar og hugsanir okkar eru eins og fljót, á sífelldu skriði og alltaf að breytast. Líðan getur því verið allt önnur á morgun en í dag og jafnvel eftir klukkustund. Þess vegna er best að taka bara eitt skref í einu og komast gegnum daginn, enda getur það auðveldlega verið yfirþyrmandi að hugsa of mikið um hlutina eða horfa langt fram í tímann. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað hjálpar hverjum og einum, hvað virkar best og hvað fólki finnst gott að gera þegar því líður illa. En oft getur það reynst fólki hjálplegt að gera það sem hefur áður veitt ánægju eða hefur reynst vel til að ná jafnvægi á líðan. En það er um leið gott að huga að því að bjargráðin sem maður notar bæti helst líðan til lengri tíma litið, en ekki bara um stundarsakir. Sjálfsvígshugsanir eru merki um þörf á aðstoð Í sumum tilfellum getur vanlíðan orðið það mikil að fólk upplifi sjálfsvígshugsanir. Þær geta verið allt frá óljósum tilfinningum og hugsunum um að vilja ekki lifa lengur þó að viðkomandi sé ekki í raun að hugsa um að enda líf sitt, yfir í sterkar og alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eru alltaf merki um mikla vanlíðan og að einstaklingur þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna skiptir miklu máli að segja einhverjum sem maður treystir frá slíkum hugsunum, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, kennari, vinnufélagi eða einhver annar. Sjálfsvígshugsanir eru ekkert til að skammast sín fyrir, en því miður er svo mikið af fólki sem líður illa að þær eru nokkuð algengar. Við hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is höfum til að mynda tekið á móti miklum fjölda samtala um sjálfsvígshugsanir síðustu árin. Árið 2022 voru samtölin 1127 og árið 2023 voru þau 1413, þar af 490 við ungmenni sem voru undir 25 ára aldri. Hvernig á að ræða sjálfsvígshugsanir? Ef það er grunur eða vitneskja um mikla vanlíðan hjá einstaklingi er bæði nauðsynlegt og hjálplegt að spyrja beint út í sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að slíkar spurningar hafa ekki fælandi eða ögrandi áhrif á einstakling í sjálfsvígshugleiðingum. Hins vegar þarf að spyrja slíkra spurninga af nærgætni og virðingu. Með því að spyrja viðkomandi beint út í eðli hugsananna og tíðni þeirra gefur það honum tækifæri á að spegla þær með öðrum einstaklingi, sem veitir oft ákveðinn létti. Mikilvægt er að viðurkenna þá vanlíðan sem einstaklingurinn er að upplifa og benda á hvar hægt er að fá aðstoð. Það er alltaf hægt að leita til eftirfarandi aðila: Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is Pieta síminn 552-2218 Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is Höfundur er Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins - 1717.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar