Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2024 13:33 Ferðamaður fylgist með öldunum í Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. Í tilkynningu frá landeigendum í Reynishverfi er rifjað upp að innheimta þjónustugjalda í Reynisfjöru hafi hafist í júlí 2023. Í gjaldinu sé innifalið bílastæði, salernisaðstaða, sorphirða, viðhald göngustíga, snjómokstur, merkingar og fleira. „Á þessu tímabili hefur ýmis vinna farið fram svo sem bætt við öðru bílaplani, göngustígum, salernum, auk hönnunar og skipulagsvinnu. Þann 16. september síðastliðinn hófust framkvæmdir vegna malbikunar á bílaplönum. Það var ekki tekið þjónustugjald af gestum meðan mesta raskið stóð yfir frá 16.-26. september,“ segir í tilkynningunni. Svona verður staða mála þann 3. og 4. október ef veður lofar. Lagning malbiks og götumálun er fyrirhuguð fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október, EF VEÐUR LEYFIR. Þessa tvo daga verður því töluverð röskun á þjónustu í Reynisfjöru. Í röskuninni felst: Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag (3.okt) og föstudag (4.okt). Tímabundið bílastæði verður við Reyniskirkju. Reynishverfisvegur suður frá Reyniskirkju verður lokaður fyrir almennri umferð. Frá kirkjunni eru 2 km niður í fjöru og verður fólki frjálst að ganga þessa leið. Ekki er þjónustugjald við Reyniskirkju. Stórar rútur (19 manna og stærri) geta lagt á efra plani við Reynisfjöru 3. október. Rútur verða hins vega að leggja við Reyniskirkju 4. október. „Ef ekki verður hægt að malbika umrædda daga látum við hagaðila vita leið og það kemur í ljós,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Bílastæði Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Í tilkynningu frá landeigendum í Reynishverfi er rifjað upp að innheimta þjónustugjalda í Reynisfjöru hafi hafist í júlí 2023. Í gjaldinu sé innifalið bílastæði, salernisaðstaða, sorphirða, viðhald göngustíga, snjómokstur, merkingar og fleira. „Á þessu tímabili hefur ýmis vinna farið fram svo sem bætt við öðru bílaplani, göngustígum, salernum, auk hönnunar og skipulagsvinnu. Þann 16. september síðastliðinn hófust framkvæmdir vegna malbikunar á bílaplönum. Það var ekki tekið þjónustugjald af gestum meðan mesta raskið stóð yfir frá 16.-26. september,“ segir í tilkynningunni. Svona verður staða mála þann 3. og 4. október ef veður lofar. Lagning malbiks og götumálun er fyrirhuguð fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október, EF VEÐUR LEYFIR. Þessa tvo daga verður því töluverð röskun á þjónustu í Reynisfjöru. Í röskuninni felst: Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag (3.okt) og föstudag (4.okt). Tímabundið bílastæði verður við Reyniskirkju. Reynishverfisvegur suður frá Reyniskirkju verður lokaður fyrir almennri umferð. Frá kirkjunni eru 2 km niður í fjöru og verður fólki frjálst að ganga þessa leið. Ekki er þjónustugjald við Reyniskirkju. Stórar rútur (19 manna og stærri) geta lagt á efra plani við Reynisfjöru 3. október. Rútur verða hins vega að leggja við Reyniskirkju 4. október. „Ef ekki verður hægt að malbika umrædda daga látum við hagaðila vita leið og það kemur í ljós,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Bílastæði Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira