„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 15:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. aðsend „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend
Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira