„Ég bara hágrét í leikslok“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:00 Langþráður draumur rættist í dag hjá Magnúsi Má Einarssyni. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok. „Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti