Kópavogur - Að virða og varðveita eigin sögu Svanhildur Bogadóttir skrifar 29. september 2024 11:02 Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins. Ég ólst upp í Kópavogi frá fjögurra ára aldri. Á æskuárum mínum þurfti ég eins og aðrir Kópavogsbúar að þola háðsglósur Reykvíkinga þar sem rætt var um holur í götum, hversu erfitt væri að rata aftur úr bænum og ekki síður að þetta væri menningarlaus svefnbær. Að vissu leyti var þetta rétt, því bær í uppbyggingu hafði ekki við að lagfæra holurnar og það var rétt að þeir sem fluttust í Kópavog fóru helst ekki sjálfviljugir úr bænum. Það var hins vegar ekki satt að bærinn væri menningarlaus. Þegar ég ólst upp voru í bænum öflugt leikfélag, tónlistarskóli, námsflokkar, bókasafn, skógrækt, kórar, lúðrasveitir og íþróttafélög, þar á meðal Breiðablik, svo eitthvað sé nefnt. Þá var einnig öflugt atvinnulíf, þar á meðal frystihús, útgerð, lakkrísverkmiðja og bílaverkstæði. Þá var töluverður landbúnaður í bænum, kindur, skógrækt og kartöflurækt. Ég man eftir fæðingarheimili á Hlíðarvegi, skólunum, braggabyggð uppi á Hálsi sem vék svo fyrir háhýsum og allri uppbyggingunni. Kópavogur byggðist upp hratt og er í dag stærsta sveitarfélag landsins á eftir höfuðborginni. Um leið og bærinn stækkaði og íbúum fjölgaði, efldist stjórnsýslan. Komið var upp fleiri stofnunum og deildum hjá bænum. Það var ánægjulegt að fylgjast með Kópavogsbæ koma upp skjalasafni fyrir bæjarskrifstofurnar með skipulagðri skjalavörslu en það var ekki fyrr en síðar sem Héraðsskjalasafni Kópavogs var komið á fót eða árið 2000 . Það má segja að í gegnum safnið og Sögufélag Kópavogs hafi Kópavogsbúar eignast sína sögu. Með þeim hefur komið upp söguvitund í bænum, um að bærinn og bæjarbúar eigi sér sína sögu. Sögu sem þurfti að varðveita. Þetta er sagan sem opinberu skjölin segja, svo sem um skipulagsmálin, skólakerfið, fátækra- og barnaverndarmálin, gatnagerð og svo mætti lengi telja. Starfsmenn á Héraðsskjalasafninu hafa lagt sig fram við að fara út í stofnanir bæjarins og safna eldri skjölum, skrá þau og gera aðgengileg til notkunar fyrir bæjarbúa og aðra. Þessu verkefni er þó aldrei lokið. Þá hafa starfsmenn safnsins verið drífandi í að safna einkaskjalasöfnum, svo sem frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Breiðablik á til að mynda stórt safn hjá héraðsskjalasafninu. Smátt og smátt hefur skapast traust bæjarbúa til safnsins og þeir kom benda á hvar skjöl kunni að vera að finna eða koma sjálfir með skjöl sín eða aðila sem þeir tengjast. Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Héraðsskjalasafns Kópavogs og starfsemi Sögufélags Kópavogs á undanförnum árum. Ég hef dáðst að því hvernig þau virkja bæjarbúa í kynningum á sögunni. Haldnar hafa verið vel sóttar sögugöngur um bæinn, málþing um efni, sem hafa einnig höfðað til minnar kynslóðar, svo sem um skiptistöðina og pönktímann. Safnið hefur gefið út fjölda áhugaverðra smárita um sögu Kópavogs í samstarfi við Sögufélagið, til dæmis það síðasta um sögu Sundlaugar Kópavogs. Þá eru ótaldir myndagreiningarfundir sem hafa verið haldnir í safninu. Ég hef verið stödd á safninu á nokkrum þeirra og hef séð hvað það er mikilvægt að varðveita ekki eingöngu ljósmyndirnar heldur fá fólk til að segja frá því sem er á þeim. Í stuttu máli má segja að það hafi orðið vitundarvakning á því að varðveita sögu Kópavogs, Kópavogsbúa, atvinnulífs og félagasamtaka. Þótt Kópavogur sé ungt sveitarfélag, á hann sér fjölbreytta sögu sem er brýnt að glatist ekki. Það er þannig að sagan varðveitist ekki af sjálfu sér, heldur þarf að leggja alúð í að hafa upp á því sem hefur gildi. Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið hafa verið með allar klær úti að hafa upp á skjölum og ljósmyndum sem tengjast sögu bæjarins og fá þau til varðveislu. Skjölin hafa strax verið skráð og gerð aðgengileg og er mikið um það að bæjarbúar og fræðimenn komi á lesstofu safnsins Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt héraðsskjalasafnið niður og sagt upp héraðsskjalaverðinum, sem lætur af störfum 1. október. Aðrir starfsmenn hafa einnig látið af störfum hjá safninu. Skjölin verða þó áfram á þar fram til ársloka 2025. Safnið er nú ekki lengur til og óljóst hver er til þess bær að afgreiða úr skjölum þess lögum samkvæmt. Þeir Kópavogsbúar sem ég hef rætt við, skilja einfaldlega ekki hver sé ástæðan fyrir niðurlagningu héraðsskjalasafnsins og að senda skjölin úr bænum á Þjóðskjalasafn. Ég vil þakka Sögufélagi Kópavogs, Hrafni Sveinbjarnarsyni héraðsskjalaverði og öðrum starfsmönnum Héraðsskjalasafns Kópavogs fyrir samstarfið og fyrir sitt frábært starf í gegnum árin, við að draga sögu Kópavogsbæjar fram í dagsljósið og safna heimildum um hana. Að eiga sér sögu er það sem gerir bæ að menningarbæ. Bær sem sendir skjölin í burtu er ekki menningarbær. Höfundur er uppalin í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins. Ég ólst upp í Kópavogi frá fjögurra ára aldri. Á æskuárum mínum þurfti ég eins og aðrir Kópavogsbúar að þola háðsglósur Reykvíkinga þar sem rætt var um holur í götum, hversu erfitt væri að rata aftur úr bænum og ekki síður að þetta væri menningarlaus svefnbær. Að vissu leyti var þetta rétt, því bær í uppbyggingu hafði ekki við að lagfæra holurnar og það var rétt að þeir sem fluttust í Kópavog fóru helst ekki sjálfviljugir úr bænum. Það var hins vegar ekki satt að bærinn væri menningarlaus. Þegar ég ólst upp voru í bænum öflugt leikfélag, tónlistarskóli, námsflokkar, bókasafn, skógrækt, kórar, lúðrasveitir og íþróttafélög, þar á meðal Breiðablik, svo eitthvað sé nefnt. Þá var einnig öflugt atvinnulíf, þar á meðal frystihús, útgerð, lakkrísverkmiðja og bílaverkstæði. Þá var töluverður landbúnaður í bænum, kindur, skógrækt og kartöflurækt. Ég man eftir fæðingarheimili á Hlíðarvegi, skólunum, braggabyggð uppi á Hálsi sem vék svo fyrir háhýsum og allri uppbyggingunni. Kópavogur byggðist upp hratt og er í dag stærsta sveitarfélag landsins á eftir höfuðborginni. Um leið og bærinn stækkaði og íbúum fjölgaði, efldist stjórnsýslan. Komið var upp fleiri stofnunum og deildum hjá bænum. Það var ánægjulegt að fylgjast með Kópavogsbæ koma upp skjalasafni fyrir bæjarskrifstofurnar með skipulagðri skjalavörslu en það var ekki fyrr en síðar sem Héraðsskjalasafni Kópavogs var komið á fót eða árið 2000 . Það má segja að í gegnum safnið og Sögufélag Kópavogs hafi Kópavogsbúar eignast sína sögu. Með þeim hefur komið upp söguvitund í bænum, um að bærinn og bæjarbúar eigi sér sína sögu. Sögu sem þurfti að varðveita. Þetta er sagan sem opinberu skjölin segja, svo sem um skipulagsmálin, skólakerfið, fátækra- og barnaverndarmálin, gatnagerð og svo mætti lengi telja. Starfsmenn á Héraðsskjalasafninu hafa lagt sig fram við að fara út í stofnanir bæjarins og safna eldri skjölum, skrá þau og gera aðgengileg til notkunar fyrir bæjarbúa og aðra. Þessu verkefni er þó aldrei lokið. Þá hafa starfsmenn safnsins verið drífandi í að safna einkaskjalasöfnum, svo sem frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Breiðablik á til að mynda stórt safn hjá héraðsskjalasafninu. Smátt og smátt hefur skapast traust bæjarbúa til safnsins og þeir kom benda á hvar skjöl kunni að vera að finna eða koma sjálfir með skjöl sín eða aðila sem þeir tengjast. Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Héraðsskjalasafns Kópavogs og starfsemi Sögufélags Kópavogs á undanförnum árum. Ég hef dáðst að því hvernig þau virkja bæjarbúa í kynningum á sögunni. Haldnar hafa verið vel sóttar sögugöngur um bæinn, málþing um efni, sem hafa einnig höfðað til minnar kynslóðar, svo sem um skiptistöðina og pönktímann. Safnið hefur gefið út fjölda áhugaverðra smárita um sögu Kópavogs í samstarfi við Sögufélagið, til dæmis það síðasta um sögu Sundlaugar Kópavogs. Þá eru ótaldir myndagreiningarfundir sem hafa verið haldnir í safninu. Ég hef verið stödd á safninu á nokkrum þeirra og hef séð hvað það er mikilvægt að varðveita ekki eingöngu ljósmyndirnar heldur fá fólk til að segja frá því sem er á þeim. Í stuttu máli má segja að það hafi orðið vitundarvakning á því að varðveita sögu Kópavogs, Kópavogsbúa, atvinnulífs og félagasamtaka. Þótt Kópavogur sé ungt sveitarfélag, á hann sér fjölbreytta sögu sem er brýnt að glatist ekki. Það er þannig að sagan varðveitist ekki af sjálfu sér, heldur þarf að leggja alúð í að hafa upp á því sem hefur gildi. Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið hafa verið með allar klær úti að hafa upp á skjölum og ljósmyndum sem tengjast sögu bæjarins og fá þau til varðveislu. Skjölin hafa strax verið skráð og gerð aðgengileg og er mikið um það að bæjarbúar og fræðimenn komi á lesstofu safnsins Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt héraðsskjalasafnið niður og sagt upp héraðsskjalaverðinum, sem lætur af störfum 1. október. Aðrir starfsmenn hafa einnig látið af störfum hjá safninu. Skjölin verða þó áfram á þar fram til ársloka 2025. Safnið er nú ekki lengur til og óljóst hver er til þess bær að afgreiða úr skjölum þess lögum samkvæmt. Þeir Kópavogsbúar sem ég hef rætt við, skilja einfaldlega ekki hver sé ástæðan fyrir niðurlagningu héraðsskjalasafnsins og að senda skjölin úr bænum á Þjóðskjalasafn. Ég vil þakka Sögufélagi Kópavogs, Hrafni Sveinbjarnarsyni héraðsskjalaverði og öðrum starfsmönnum Héraðsskjalasafns Kópavogs fyrir samstarfið og fyrir sitt frábært starf í gegnum árin, við að draga sögu Kópavogsbæjar fram í dagsljósið og safna heimildum um hana. Að eiga sér sögu er það sem gerir bæ að menningarbæ. Bær sem sendir skjölin í burtu er ekki menningarbær. Höfundur er uppalin í Kópavogi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun