„Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:30 Hilmar Árni var heiðraður fyrir leik Stjörnunnar og HK. Vísir/Diego Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, lauk MA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands nú í sumar. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur innan vallar þá eru aðrir hlutir honum efst í huga. Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5) Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira