Áhorfandi fékk sex milljónir fyrir ótrúlegt skot Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2024 07:02 Pavel Volkman, fyrir miðju, vissi varla hvernig hann ætti að láta eftir milljónaskotið sitt. Sparta Prag Tékkar kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og það á við um stuðningsmann Sparta Prag sem tryggði sér sex milljóna króna verðlaun með ótrúlegu skoti. Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Heimaleikir Sparta Prag fara fram á Letná-leikvanginum sem rúmar tæplega 19.000 manns. Frá því á síðasta ári hefur einn af stuðningsmönnum liðsins fengið, í hálfleik á heimaleikjum, að reyna sig við afar krefjandi skot frá miðju í von um að vinna eina milljón tékkneskra króna, eða jafnvirði sex milljóna íslenskra króna. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan þarf boltinn að fara frá miðjupunktinum og í gegnum lítið gat á marklínunni. Það er erfiðasta þrautin, með hæsta verðlaunafénu, en stuðningsmenn fá einnig að reyna skot frá vítapunkti og vítateigslínu. This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024 Engum hafði tekist að hitta í gatið frá miðju fyrr en að Pavel nokkur Volkman reyndi sig, í leik gegn Sigma á föstudagskvöld. Skot hans fór meðfram blautu grasinu í glæsilegum boga, beint í mark. Pavel segist á heimasíðu Sparta hafa verið stuðningsmaður liðsins frá fæðingu. Afi hans hafi séð til þess. Pavel hefur heimsótt Letná-leikvanginn reglulega í tuttugu ár og er með ársmiða. Síðustu ár hafa synir hans tveir komið með honum. En hvernig var að vinna milljónirnar? „Ég býst við að ég átti mig ekki enn á þessu. Sumir voru byrjaðir að fagna strax en það kom mér svolítið á óvart að þetta skyldi takast. Ég man ekkert eftir seinni hálfleiknum af leiknum, því ég var alveg í sjokki. Ég gat heldur ekkert sofið um nóttina en ég er smám saman að ná mér,“ sagði Pavel. Hann segir að sonur sinn hafi upphaflega átt að fara til að taka spyrnuna en á endanum sá pabbinn um það, kannski sem betur fer. Nú stefnir fjölskyldan á að nýta peningana meðal annars í gott frí, mögulega í skíðaferð.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira