Ævintýralegt líf í Stanford en saknar Vesturbæjarlaugar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 07:00 Ofurskvísan og vísindakonan Áshildur Friðriksdóttir lifir ævintýralegu rannsóknarlífi í Kaliforníu. Aðsend Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina. HÍ, Caltech og Stanford Blaðamaður ræddi við Áshildi um lífið og ævintýrin úti. „Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur árum, stuttu eftir að hafa lokið grunnnámi í rafmagnsverkfræði við HÍ,“ segir Áshildur og bætir við: „Ég flutti upphaflega til að stunda sumarrannsóknir við Caltech í Pasadena en flutti svo til Norður Kaliforníu til að fara í framhaldsnám. Ég bý í stúdentaíbúðum í miðju háskólasvæðis Stanford. Stanford háskólinn er staðsettur í Palo Alto sem er lítill bær í um hálftíma fjarlægð frá San Francisco borg.“ Áshildur nýtur lífsins og leggur hart af sér í Norður Kaliforníu.Aðsend Eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum Áshildur sinnir doktorsnáminu af fullum krafti þar í námi sem heitir Materials Science and Engineering í Stanford. Daglegt líf hjá henni er sannarlega einstakt. „Ég stunda rannsóknir á sviði hálfleiðara og ég eyði miklum tíma í hreinherbergi að rækta nýjar efnablöndur og framleiða nanóstrúktúra með ljós-lithógrafíu. Mikið af tímanum mínum fer svo í að stúdera kristalbyggingu þessara efna með rafeindasmásjá en tiltekna smásjáin sem ég nota er nýlega komin í skólann og er sú öflugasta af sinni gerð í heiminum í dag. Upplausnin er nákvæmari en þvermál atóms og er því hægt að segja í einföldum orðum að ég eyði dögunum mínum í að taka myndir af atómum.“ Áshildur eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum.Aðsend Saknar ferða í Vesturbæjarlaug með vinum Áshildur heldur alltaf góðri tengingu við Ísland og á fjölskyldu hér. Hún segir að heimþráin sé stundum óumflýjanleg. „Ég fæ alltaf mestu heimþrána þegar ég fer í heimsókn til Íslands og sakna ég mest daglegs lífs í Vesturbænum og íslenskrar náttúru. Aðallega sakna ég þess að geta borðað morgunmat með fjölskyldunni og farið með vinum í Vesturbæjarlaug.“ Áshildur er mikil ævintýrakona með einstakan stíl.Aðsend Öflugt og gefandi vísindasamfélag Hún er þó algjörlega á réttri braut og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir. „Ég elska verkefnið mitt í náminu mikið og mér finnst skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem tengist því. Ég er mjög þakklát fyrir öfluga vísindasamfélagið í skólanum og finnst mjög gefandi að geta lært af fólkinu í kringum mig. Síðan er líka frábært að taka frí frá skólanum og skoða náttúruperlur sem finnast í Kaliforníu.“ Áshildur nýtur þess að skoða náttúruperlur í Kaliforníu þegar tækifæri gefst.Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við lífið úti segir hún: „Vinnukúltúrinn í Bandaríkjunum en það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vinnan á rannsóknarstofunni er mjög ófyrirsjáanleg sem getur leitt til þess að maður þurfi að vinna langt fram á kvöld.“ Áshildur er með skýra framtíðarsýn. „Ég sé fram á að tileinka lífinu mínu í að skoða kristalbyggingar í smásjánni og gæti vel ímyndað mér að halda áfram hér sem postdoc.“ Áshildur fyrir utan Paul Allen byggingu þar sem rannsóknarstofan hennar er.Aðsend Stíllinn takmarkaður við rannsóknarstofuna Tíska spilar sem áður segir veigamikið hlutverk í lífi Áshildar þrátt fyrir að starf hennar bjóði ekki endilega upp á mikið frelsi í klæðaburði. „Ég tek enn mestan innblástur frá Skandinavíu og vinkonum mínum á Íslandi. Ég hef alltaf elskað tísku frá því ég man eftir mér og eyði ósjálfrátt ágætum tíma í að pæla í klæðaburði mínum.“ Áshildur á rannsóknarstofunni.Aðsend Hún segist alls ekki lifa eftir boðum og bönnum í tískunni. „Nei alls ekki. Það er þó regla um að vera í síðum buxum og bolum á rannsóknarstofunni þannig ég er aðeins takmörkuð við það. Það er mjög óformlegt andrúmsloft í Stanford, sérstaklega í verkfræðinámi og dresscode-ið endurspeglast af því. Það ríkir enn ákveðin klisja eða hugmynd um að fólk í vísindum eigi ekki að pæla mikið í fötum eða útliti en ég gef ekki mikið fyrir þann hugsunarhátt. Ég held mikið upp á „office-siren“ tískuna en sá stíll hentar mínu starfi og daglegu rútínu,“ segir Áshildur en stíllinn vísar til smart skrifstofustíls. Hinn svokallaði kanínubúningur á rannsóknarstofunni, einstakt lúkk!Aðsend Eftirminnilegasta flíkin er svo í óhefðbundnari kantinum. „Ég held það verði að vera búningurinn sem ég klæðist í hreinherberginu en hann er kallaður kanínubúningur (e. bunny-suit).“ Umhverfið í Stanford er sannarlega sjarmerandi.Aðsend Íslendingar erlendis Bandaríkin Tíska og hönnun Vísindi Sundlaugar Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
HÍ, Caltech og Stanford Blaðamaður ræddi við Áshildi um lífið og ævintýrin úti. „Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir rúmum þremur árum, stuttu eftir að hafa lokið grunnnámi í rafmagnsverkfræði við HÍ,“ segir Áshildur og bætir við: „Ég flutti upphaflega til að stunda sumarrannsóknir við Caltech í Pasadena en flutti svo til Norður Kaliforníu til að fara í framhaldsnám. Ég bý í stúdentaíbúðum í miðju háskólasvæðis Stanford. Stanford háskólinn er staðsettur í Palo Alto sem er lítill bær í um hálftíma fjarlægð frá San Francisco borg.“ Áshildur nýtur lífsins og leggur hart af sér í Norður Kaliforníu.Aðsend Eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum Áshildur sinnir doktorsnáminu af fullum krafti þar í námi sem heitir Materials Science and Engineering í Stanford. Daglegt líf hjá henni er sannarlega einstakt. „Ég stunda rannsóknir á sviði hálfleiðara og ég eyði miklum tíma í hreinherbergi að rækta nýjar efnablöndur og framleiða nanóstrúktúra með ljós-lithógrafíu. Mikið af tímanum mínum fer svo í að stúdera kristalbyggingu þessara efna með rafeindasmásjá en tiltekna smásjáin sem ég nota er nýlega komin í skólann og er sú öflugasta af sinni gerð í heiminum í dag. Upplausnin er nákvæmari en þvermál atóms og er því hægt að segja í einföldum orðum að ég eyði dögunum mínum í að taka myndir af atómum.“ Áshildur eyðir dögum sínum í að taka myndir af atómum.Aðsend Saknar ferða í Vesturbæjarlaug með vinum Áshildur heldur alltaf góðri tengingu við Ísland og á fjölskyldu hér. Hún segir að heimþráin sé stundum óumflýjanleg. „Ég fæ alltaf mestu heimþrána þegar ég fer í heimsókn til Íslands og sakna ég mest daglegs lífs í Vesturbænum og íslenskrar náttúru. Aðallega sakna ég þess að geta borðað morgunmat með fjölskyldunni og farið með vinum í Vesturbæjarlaug.“ Áshildur er mikil ævintýrakona með einstakan stíl.Aðsend Öflugt og gefandi vísindasamfélag Hún er þó algjörlega á réttri braut og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir. „Ég elska verkefnið mitt í náminu mikið og mér finnst skemmtilegast þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem tengist því. Ég er mjög þakklát fyrir öfluga vísindasamfélagið í skólanum og finnst mjög gefandi að geta lært af fólkinu í kringum mig. Síðan er líka frábært að taka frí frá skólanum og skoða náttúruperlur sem finnast í Kaliforníu.“ Áshildur nýtur þess að skoða náttúruperlur í Kaliforníu þegar tækifæri gefst.Aðsend Aðspurð hvað henni finnist mest krefjandi við lífið úti segir hún: „Vinnukúltúrinn í Bandaríkjunum en það getur verið erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vinnan á rannsóknarstofunni er mjög ófyrirsjáanleg sem getur leitt til þess að maður þurfi að vinna langt fram á kvöld.“ Áshildur er með skýra framtíðarsýn. „Ég sé fram á að tileinka lífinu mínu í að skoða kristalbyggingar í smásjánni og gæti vel ímyndað mér að halda áfram hér sem postdoc.“ Áshildur fyrir utan Paul Allen byggingu þar sem rannsóknarstofan hennar er.Aðsend Stíllinn takmarkaður við rannsóknarstofuna Tíska spilar sem áður segir veigamikið hlutverk í lífi Áshildar þrátt fyrir að starf hennar bjóði ekki endilega upp á mikið frelsi í klæðaburði. „Ég tek enn mestan innblástur frá Skandinavíu og vinkonum mínum á Íslandi. Ég hef alltaf elskað tísku frá því ég man eftir mér og eyði ósjálfrátt ágætum tíma í að pæla í klæðaburði mínum.“ Áshildur á rannsóknarstofunni.Aðsend Hún segist alls ekki lifa eftir boðum og bönnum í tískunni. „Nei alls ekki. Það er þó regla um að vera í síðum buxum og bolum á rannsóknarstofunni þannig ég er aðeins takmörkuð við það. Það er mjög óformlegt andrúmsloft í Stanford, sérstaklega í verkfræðinámi og dresscode-ið endurspeglast af því. Það ríkir enn ákveðin klisja eða hugmynd um að fólk í vísindum eigi ekki að pæla mikið í fötum eða útliti en ég gef ekki mikið fyrir þann hugsunarhátt. Ég held mikið upp á „office-siren“ tískuna en sá stíll hentar mínu starfi og daglegu rútínu,“ segir Áshildur en stíllinn vísar til smart skrifstofustíls. Hinn svokallaði kanínubúningur á rannsóknarstofunni, einstakt lúkk!Aðsend Eftirminnilegasta flíkin er svo í óhefðbundnari kantinum. „Ég held það verði að vera búningurinn sem ég klæðist í hreinherberginu en hann er kallaður kanínubúningur (e. bunny-suit).“ Umhverfið í Stanford er sannarlega sjarmerandi.Aðsend
Íslendingar erlendis Bandaríkin Tíska og hönnun Vísindi Sundlaugar Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“