Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 11:16 Einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu notar almenningssamgöngur eða starfsmannarútu. Vísir/Egill Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira