Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 12:35 Lúðvík var fimmtugur þegar hann lést í byrjun árs við vinnu í Grindavík. Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira