Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 13:13 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á áfengislöggjöfinni. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira