Erlent

Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael

Samúel Karl Ólason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa
Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael.
Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael. AP

Viðvörunarlúðrar óma víðsvegar í Ísrael og hefur her landsins varað við því að eldflaugum hafi verið skotið á loft í Íran. Ekki er ljóst hvers konar eldflaugar um er að ræða.

Viðvörunarstigi var lýst yfir víðsvegar um landið en fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv.

Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntan­lega

Fregnir eru þegar byrjaðar að berast af því að loftvarnarkerfi Ísrael hafi skotið flugskeytum á loft og bendir það til þess að Íranir hafi skotið svokölluðum skotflaugum (e. Ballistic missile) að landinu, en það tekur þær einungis um tólf mínútur að ná til Ísrael.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.


Tengdar fréttir

Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega

Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah.

Á­rásir Ísraels­manna í Líbanon héldu á­fram í nótt

Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×