Fundarhöld milli Eflingar og SFV hófust eftir sumarfrí en Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara þar sem aðilum varð lítið ágengt á tveim. Til stóð að hefja verkfall á hjúkrunarheimilum á mánudaginn en Efling sættist á áframhaldandi viðræður.
Sólveig kveðst ekkert sérstaklega bjartsýn á þessum tímapunkti.
„Það hefur í raun ekki mikið gerst, þannig að við skulum sjá hvað gerist á morgun. Að sjálfsögðu getur þetta ekki haldið áfram mikið lengur, það er nokkuð ljóst,“ segir hún.
Viðræðurnar snúist um það hvort hægt sé að finna lausn á mönnunarvandanum á hjúkrunarheimilunum.
„En við höfðum bæði í gær og í dag fallist á tillögur ríkissáttasemjara um að halda áfram að funda. Embættið telur að það sé mikilvægt að samtalið haldi áfram í þeirri von að möguleikinn á lausn sé til staðar,“ segir hún.