Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson átti erfiða byrjun með írska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það tapaði gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli. Nú bíða leikir við Finnland og Grikkland. Getty/Tim Clayton Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira