„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2024 22:47 Ásgerður Stefanía (önnur frá vinstri) segir Valskonur klárar í stórleik laugardagsins. Vísir/Anton Brink „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. Á morgun mætast Valur og Breiðablik á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og verður að vinna þar sem jafntefli dugir Blikum. Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli 2-1 en Valur hefndi sín á Hlíðarenda og vann 1-0 sigur. Þá vann Valur 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum Mjólkurbikarsins. Adda, eins og Ásgerður Stefanía er nær alltaf kölluð, býst við erfiðum leik. „Mikil áskorun, mikið af leikmönnum sem við þurfum að stoppa. Verður stórskemmtilegur leikur. Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri þannig að þetta verður skák.“ Er mikilvægt að spila svona leik á heimavelli? „Mér finnst það. Okkur líður best hér heima á okkar velli, eins og flestum liðum. Það skipti okkur miklu máli að vera á toppnum þegar deildarkeppninni lauk, út af þessum heimavallarrétti í lokaleiknum.“ Klippa: Adda fyrir stórleikinn: „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Reiknar með stútfullum Hlíðarenda. „Býst ekki við neinu öðru, bæði af Völsurum og Blikum sem og hinum almenna áhorfenda sem finnst gaman að horfa á fótbolta. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag, höfum sannað það margoft í sumar og síðustu ár svo ég vil sjá pakkaða stúku.“ „Það er öðruvísi að undirbúa sig sem leikmaður en þjálfari,“ sagði Adda að endingu en hún spilaði marga svona leiki á ferli sínum sem leikmaður. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Á morgun mætast Valur og Breiðablik á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og verður að vinna þar sem jafntefli dugir Blikum. Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli 2-1 en Valur hefndi sín á Hlíðarenda og vann 1-0 sigur. Þá vann Valur 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum Mjólkurbikarsins. Adda, eins og Ásgerður Stefanía er nær alltaf kölluð, býst við erfiðum leik. „Mikil áskorun, mikið af leikmönnum sem við þurfum að stoppa. Verður stórskemmtilegur leikur. Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri þannig að þetta verður skák.“ Er mikilvægt að spila svona leik á heimavelli? „Mér finnst það. Okkur líður best hér heima á okkar velli, eins og flestum liðum. Það skipti okkur miklu máli að vera á toppnum þegar deildarkeppninni lauk, út af þessum heimavallarrétti í lokaleiknum.“ Klippa: Adda fyrir stórleikinn: „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Reiknar með stútfullum Hlíðarenda. „Býst ekki við neinu öðru, bæði af Völsurum og Blikum sem og hinum almenna áhorfenda sem finnst gaman að horfa á fótbolta. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag, höfum sannað það margoft í sumar og síðustu ár svo ég vil sjá pakkaða stúku.“ „Það er öðruvísi að undirbúa sig sem leikmaður en þjálfari,“ sagði Adda að endingu en hún spilaði marga svona leiki á ferli sínum sem leikmaður. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33