Nokkrum rangfærslum í málflutningi menningarráðherra svarað Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifa 7. október 2024 09:01 Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur farið í nokkur viðtöl til að útskýra sína hlið á málinu. Þó að margt ágætt hafi komið þar fram verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkrar rangfærslur í málflutningi ráðherra. 1. Í fyrsta lagi setjum við spurningarmerki við skilning ráðherra á því hvað er íslensk kvikmyndagerð. Að okkar mati er íslensk kvikmyndagerð kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem að gerast í íslenskum veruleika, þar sem töluð er íslenska og þar sem listrænir stjórnendur og höfundar eru að megninu til Íslendingar. Við lítum ekki á þjónustu við erlendar kvikmyndaframleiðslur, þar sem töluð er enska eða önnur tungumál, þar sem höfundar og listrænir stjórnendur eru erlendir ríkisborgarar, sem íslenska kvikmyndagerð. Að okkar mati er ekki nóg að þessi kvikmyndaverkefni séu tekin upp hér á landi ef að sögusviðið er síðan í Alaska. Þó að Íslendingar komi vissulega að þessum verkefnum með einhverjum hætti þá er þessu ekki saman að jafna. 2. Ráðherra hefur verið tíðrætt um svokölluð "covid-framlög" sem eiga að hafa farið í Kvikmyndasjóð á árunum 2021 og 2022. Það er rétt að framlögin voru hækkuð á þessum árum en samkvæmt okkar heimildum voru þessar upphæðir komnar inn í fjárlög fyrir Covid, nánar tiltekið í september 2019 þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 var lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli hækkun á árunum 2021 og 2022 og gékk sú áætlun eftir nánast upp á krónu. Það var skilningur kvikmyndagerðarfólks að sú hækkun hefði verið vegna innleiðingar Kvikmyndastefnunnar, sem þá var í vinnslu, en þar var lögð mikil áhersla á að efla Kvikmyndasjóð. Í apríl árið 2020 var aftur á móti auglýst eftir umsóknum "vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru" eins og það var orðað í tilkynningunni. 120 milljónum var úthlutað til 15 verkefna þá um sumarið og þurftu þau að klárast innan árs. Meðal verkefna sem fengu styrk í þessu átaksverkefni voru kvikmyndin Saumaklúbburinn og sjónvarpsþættirnir Vegferð. Þetta voru covid-framlögin, 120 millónir. Fullyrðingar ráðherra að upphæðirnar sem voru greiddar inn í Kvikmyndasjóð á árunum 2021-22 hafi líka verið covid-framlög eru að okkar mati eftiráskýring og tilraun til að slá ryki í augu fólks. 3. Í viðtölum síðustu daga hefur ráðherra haldið því mjög á lofti að hún hafi komið á laggirnar svokölluðum Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis. Það er hárrétt hjá henni og var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög á Alþingi í mars 2024. Með þessum lögum var hún að hrinda í framkvæmd Aðgerð 1 í Kvikmyndastefnunni sem að kveður á um “sterkara sjóðakerfi og stofnun nýs fjárfestingasjóðs sjónvarpsefnis”. En það sem Lilja segir ekki frá í viðtölunum er að engar fjárveitingar fylgdu þegar sjóðurinn var stofnaður. Þessi sjóður er í dag tóm skúffa inni hjá Kvikmyndamiðstöð. Hvaða gagn er í sjóði ef það er ekkert fjármagn í honum? 4. Í viðtölum hefur ráðherra reynt að tala ástandið í bransanum upp, að allt sé á blússandi svingi og að við sjáum ekki veisluna. Þessa skoðun byggir ráðherra á huglægu mati en ekki á staðreyndum. Það tekur tíma fyrir niðurskurð eins og þennan að hafa áhrif, rétt eins og það tekur stýrivaxtahækkanir Seðlabankans tíma að kæla niður hagkerfið. Þær kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem eru að koma út á þessu ári fengu styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir einu til tveimur árum síðan. Á þessu ári, 2024, fengu tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en vanalega eru þetta á bilinu 4-6 kvikmyndir. Áhrifin eiga þannig eftir að koma fram síðar. Einnig viljum við benda á að magn er ekki það sama og gæði og þegar styrkupphæðirnar lækka, eins og hefur gerst að undanförnu, þá getur það bitnað á gæðum verkanna. 5. Ráðherra hefur talað á þeim nótum að niðurskurður Kvikmyndasjóðs sé eðlileg hagræðingarkrafa til að ná niður verðbólgu. Til að svara þessu er nærtækast að bera Kvikmyndasjóð saman við aðra sambærilega sjóði eins og Rannsóknarsjóð, Tækniþróunarsjóð, Tónlistarsjóð og Myndlistarsjóð. Þessir sjóðir hafa allir tekið á sig einhverja skerðingu á síðustu árum en ekkert í líkingu við Kvikmyndasjóð. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukist um 34% frá árinu 2021 og framlög til Þjóðleikhússins um 12%. Á sama tíma hefur Kvikmyndasjóður verið skorinn niður um 49%. Þessi samanburður rennir stoðum undir þá sannfæringu okkar að ráðherra hafi forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, eins við komum inn á í fyrrnefndri grein, og að það skýri þennan mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði. 6. Ráðherra segir að miklu fleiri innlend kvikmyndaverkefni fái endurgreiðslu frá ríkinu heldur en erlend. Það er vissulega rétt hjá henni. Hinsvegar eru erlendu verkefnin stærri og taka til sín meira fjármagn. Frá því að endurgreiðsluhlutfallið var hækkað úr 25% í 35% árið 2022 hafa 10,4 milljarðar verið greiddir út til kvikmyndaverkefna samkvæmt upplýsingum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 64% af þeirri fjárhæð fór til erlendra verkefna en 36% til innlendra. 7. Í viðtölunum hefur ráðherra talað um að til standi að bæta fjárhag Kvikmyndasjóðs árið 2026 þegar skattur verður lagður á erlendar streymisveitur. Hugmyndin á bakvið streymisveitufrumvarp ráðherra er góð og er kvikmyndagerðarfólk almennt sammála markmiði þess, sem er að ”efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til framleiðslu og auka stuðning við framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.” Það er þó alls ekki þannig að þetta fjármagn sé fast í hendi og það á eftir að koma í ljós hvernig streymisveiturnar bregðast við þegar og ef þetta frumvarp verður að lögum. Þessi streymisveituskattur kemur að okkar mati ekki í staðinn fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Áætlað er að skatturinn geti skilað 260 milljónum inn í Kvikmyndasjóð árlega sem er vissulega jákvætt en það leysir ekki fjárhagsvanda sjóðsins að okkar mati. Meira þarf til. Hér höfum við farið yfir helstu rangfærslur í málflutningi menningarráðherra og vonum að það muni leiða til betra og uppbyggilegra samtals um málefni kvikmyndabransans. Að okkar mati þá verður ekkert jafnvægi í greininni án öflugs Kvikmyndasjóðs, sem er undirstaða allrar kvikmyndamenningar í landinu. Við skiljum vel að ríkið þurfi að hagræða á tímum verðbólgu og hárra vaxta og að allir þurfi að taka eitthvað á sig. En 49% niðurskurður, er það sanngjarnt? Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur farið í nokkur viðtöl til að útskýra sína hlið á málinu. Þó að margt ágætt hafi komið þar fram verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkrar rangfærslur í málflutningi ráðherra. 1. Í fyrsta lagi setjum við spurningarmerki við skilning ráðherra á því hvað er íslensk kvikmyndagerð. Að okkar mati er íslensk kvikmyndagerð kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem að gerast í íslenskum veruleika, þar sem töluð er íslenska og þar sem listrænir stjórnendur og höfundar eru að megninu til Íslendingar. Við lítum ekki á þjónustu við erlendar kvikmyndaframleiðslur, þar sem töluð er enska eða önnur tungumál, þar sem höfundar og listrænir stjórnendur eru erlendir ríkisborgarar, sem íslenska kvikmyndagerð. Að okkar mati er ekki nóg að þessi kvikmyndaverkefni séu tekin upp hér á landi ef að sögusviðið er síðan í Alaska. Þó að Íslendingar komi vissulega að þessum verkefnum með einhverjum hætti þá er þessu ekki saman að jafna. 2. Ráðherra hefur verið tíðrætt um svokölluð "covid-framlög" sem eiga að hafa farið í Kvikmyndasjóð á árunum 2021 og 2022. Það er rétt að framlögin voru hækkuð á þessum árum en samkvæmt okkar heimildum voru þessar upphæðir komnar inn í fjárlög fyrir Covid, nánar tiltekið í september 2019 þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 var lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli hækkun á árunum 2021 og 2022 og gékk sú áætlun eftir nánast upp á krónu. Það var skilningur kvikmyndagerðarfólks að sú hækkun hefði verið vegna innleiðingar Kvikmyndastefnunnar, sem þá var í vinnslu, en þar var lögð mikil áhersla á að efla Kvikmyndasjóð. Í apríl árið 2020 var aftur á móti auglýst eftir umsóknum "vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru" eins og það var orðað í tilkynningunni. 120 milljónum var úthlutað til 15 verkefna þá um sumarið og þurftu þau að klárast innan árs. Meðal verkefna sem fengu styrk í þessu átaksverkefni voru kvikmyndin Saumaklúbburinn og sjónvarpsþættirnir Vegferð. Þetta voru covid-framlögin, 120 millónir. Fullyrðingar ráðherra að upphæðirnar sem voru greiddar inn í Kvikmyndasjóð á árunum 2021-22 hafi líka verið covid-framlög eru að okkar mati eftiráskýring og tilraun til að slá ryki í augu fólks. 3. Í viðtölum síðustu daga hefur ráðherra haldið því mjög á lofti að hún hafi komið á laggirnar svokölluðum Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis. Það er hárrétt hjá henni og var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög á Alþingi í mars 2024. Með þessum lögum var hún að hrinda í framkvæmd Aðgerð 1 í Kvikmyndastefnunni sem að kveður á um “sterkara sjóðakerfi og stofnun nýs fjárfestingasjóðs sjónvarpsefnis”. En það sem Lilja segir ekki frá í viðtölunum er að engar fjárveitingar fylgdu þegar sjóðurinn var stofnaður. Þessi sjóður er í dag tóm skúffa inni hjá Kvikmyndamiðstöð. Hvaða gagn er í sjóði ef það er ekkert fjármagn í honum? 4. Í viðtölum hefur ráðherra reynt að tala ástandið í bransanum upp, að allt sé á blússandi svingi og að við sjáum ekki veisluna. Þessa skoðun byggir ráðherra á huglægu mati en ekki á staðreyndum. Það tekur tíma fyrir niðurskurð eins og þennan að hafa áhrif, rétt eins og það tekur stýrivaxtahækkanir Seðlabankans tíma að kæla niður hagkerfið. Þær kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem eru að koma út á þessu ári fengu styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir einu til tveimur árum síðan. Á þessu ári, 2024, fengu tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en vanalega eru þetta á bilinu 4-6 kvikmyndir. Áhrifin eiga þannig eftir að koma fram síðar. Einnig viljum við benda á að magn er ekki það sama og gæði og þegar styrkupphæðirnar lækka, eins og hefur gerst að undanförnu, þá getur það bitnað á gæðum verkanna. 5. Ráðherra hefur talað á þeim nótum að niðurskurður Kvikmyndasjóðs sé eðlileg hagræðingarkrafa til að ná niður verðbólgu. Til að svara þessu er nærtækast að bera Kvikmyndasjóð saman við aðra sambærilega sjóði eins og Rannsóknarsjóð, Tækniþróunarsjóð, Tónlistarsjóð og Myndlistarsjóð. Þessir sjóðir hafa allir tekið á sig einhverja skerðingu á síðustu árum en ekkert í líkingu við Kvikmyndasjóð. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukist um 34% frá árinu 2021 og framlög til Þjóðleikhússins um 12%. Á sama tíma hefur Kvikmyndasjóður verið skorinn niður um 49%. Þessi samanburður rennir stoðum undir þá sannfæringu okkar að ráðherra hafi forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, eins við komum inn á í fyrrnefndri grein, og að það skýri þennan mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði. 6. Ráðherra segir að miklu fleiri innlend kvikmyndaverkefni fái endurgreiðslu frá ríkinu heldur en erlend. Það er vissulega rétt hjá henni. Hinsvegar eru erlendu verkefnin stærri og taka til sín meira fjármagn. Frá því að endurgreiðsluhlutfallið var hækkað úr 25% í 35% árið 2022 hafa 10,4 milljarðar verið greiddir út til kvikmyndaverkefna samkvæmt upplýsingum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 64% af þeirri fjárhæð fór til erlendra verkefna en 36% til innlendra. 7. Í viðtölunum hefur ráðherra talað um að til standi að bæta fjárhag Kvikmyndasjóðs árið 2026 þegar skattur verður lagður á erlendar streymisveitur. Hugmyndin á bakvið streymisveitufrumvarp ráðherra er góð og er kvikmyndagerðarfólk almennt sammála markmiði þess, sem er að ”efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til framleiðslu og auka stuðning við framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.” Það er þó alls ekki þannig að þetta fjármagn sé fast í hendi og það á eftir að koma í ljós hvernig streymisveiturnar bregðast við þegar og ef þetta frumvarp verður að lögum. Þessi streymisveituskattur kemur að okkar mati ekki í staðinn fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Áætlað er að skatturinn geti skilað 260 milljónum inn í Kvikmyndasjóð árlega sem er vissulega jákvætt en það leysir ekki fjárhagsvanda sjóðsins að okkar mati. Meira þarf til. Hér höfum við farið yfir helstu rangfærslur í málflutningi menningarráðherra og vonum að það muni leiða til betra og uppbyggilegra samtals um málefni kvikmyndabransans. Að okkar mati þá verður ekkert jafnvægi í greininni án öflugs Kvikmyndasjóðs, sem er undirstaða allrar kvikmyndamenningar í landinu. Við skiljum vel að ríkið þurfi að hagræða á tímum verðbólgu og hárra vaxta og að allir þurfi að taka eitthvað á sig. En 49% niðurskurður, er það sanngjarnt? Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun