Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 23:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, bjóða sig bæði fram til varaformanns Vinstri grænna. Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent