Fagna löngu tímabærri breytingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 19:06 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtakanna '78 fagnar mjög reglugerðarbreytingu sem mun gera samkynhneigðum körlum kleift að gefa blóð. Hún segir breytinguna löngu tímabæra en nú þegar hún sé gengin í gegn sé farsælla að horfa fram á veginn fremur en að dvelja við fortíðina. Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira