Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2024 14:41 Á myndinni er Labrador retriever. Myndin er úr safni. Getty Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á hundi til landsins. Eigandi hundsins flutti hann til landsins, en vildi meina að ekki væri um eiginlegan innflutning að ræða þar sem hann væri að koma aftur heim til Íslands. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar. Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar.
Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira