Man Utd hafði samband við Inzaghi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 08:00 Simone Inzaghi og Luciano Spalletti á góðri stundu þegar sá síðarnefndi var enn þjálfari Napoli. Francesco Pecoraro/Getty Images Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar. Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira