Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 11:47 Halldór Árnason samgleðst kvennaliði Breiðabliks og vonast til að leika afrek þeirra eftir. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir sína menn klára í slaginn fyrir stórleik kvöldsins við Val á Kópavogsvelli í 25. umferð Bestu deildar karla. Kvennalið sömu félaga mættust í gær þar sem Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari. „Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira