„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira