Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Madonna ásamt bróður sínum Christopher Ciccone sem féll nýverið frá. Jody Cortes/Sygma/Sygma via Getty Images Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“ Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“
Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira