Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hvammsvík Hot Springs 25. október 2024 11:40 Sjóböðin í Hvammsvík eru í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þau hafa slegið í gegn meðal landsmanna og erlendra ferðamanna frá því þau voru opnuð á síðasta ári. MYND/SAGA SIG Sjóböðin í Hvammsvík hafa svo sannarlega slegið í gegn meðal landsmanna og erlendra ferðamanna frá því þau voru opnuð í júlí á síðasta ári. Aðsóknin hefur verið mjög góð og umsóknir gesta hafa hvatt rekstraraðila til að halda áfram á sömu braut. „Við bjóðum upp á hráa íslenska náttúruupplifun með fyrsta flokks þjónustu í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík,“ segir Hilmar Þór Bergmann, framkvæmdastjóri Hvammsvíkur. „Frá upphafi höfum við verið meðvituð um að varðveita náttúruna og hafa hana í forgrunni. Ásamt sjóböðunum í fjöruborðinu og gufubaðinu má finna lítinn veitingastað, funda- og veislusal og gistingu.“ „Við leggjum mikla áherslu á upplifun gesta og leggjum því áherslu á að taka ekki við of mörgum ofan í laugarnar í einu," segir Hilmar Þór Bergmann, framkvæmdastjóri Hvammsvík Hot Springs. MYND/SAGA SIG Gestir sjóbaðanna geta einnig nýtt sér reglulega tíma í Wim Hof aðferðinni og sjósundstíma, sér að kostnaðarlausu. „Þá geta gestir farið á Paddle bretti í fjörðinn eða gengið út í Hvammshöfða og upp að Steðja þegar Hvammsvík er heimsótt.“ Hilmar segir aðsóknina hafa verið mjög góða frá upphafi og farið stigvaxandi með hverjum mánuðinum. „Við leggjum mikla áherslu á upplifun gesta og leggjum því áherslu á að taka ekki við of mörgum ofan í laugarnar í einu. Því takmörkum við miðaframboð á hverjum tíma. Það er því mikilvægt að fólk bóki sér tíma fyrir fram á vefnum okkar." MYND/SAGA SIG Hver heimsókn er í raun einstök Nokkur baðlón hafa opnað hér á landi á síðustu árum. Það sem aðgreinir Hvammsvík frá öðrum að sögn Hilmars er þessi hráa upplifun sem stjórnast af samspili dýralífs, sjávarfalla og dagsbirtu. „Hvalfjörðurinn er alveg einstök náttúruperla og hver heimsókn er í rauninni einstök. Þú getur farið úr því að lygna aftur augunum og heyra úið í æðarkollunni á sumrin yfir í að horfa á Norðurljósin og hlusta á niðinn í vetrarþögninni.“ MYND/SAGA SIG Og svo er auðvitað stutt í Atlantshafið en það er mjög hressandi að stinga sér í sjóinn og hlýja sér svo eftir á í böðunum. „Stundum synda forvitnir selir alveg upp að laugunum til að skoða mannfólkið. Heita vatnið kemur úr borholu rétt hjá laugunum og það er kælt niður með söltum sjónum. Við fáum síðan kalda drykkjarvatnið úr Reynivallahálsi, fjallinu fyrir ofan okkar, þannig að við erum sjálfbær með alla okkar vatnsnotkun.“ Veitingastaðurinn Stormur Bistro býður upp á ljúffengar veitingar sem gott er að gæða sér á eftir frískandi ferð í sjóböðin.MYND/SIGURJÓN RAGNAR Sjávarréttasúpan löngu orðin vel þekkt Veitingastaðurinn Stormur Bistro býður upp á ljúffengar veitingar sem gott er að gæða sér á eftir frískandi ferð í sjóböðin. „Stormur Bistro býður upp á léttan og einfaldan matseðil sem inniheldur meðal annars opnar samlokur og súpur. Við leggjum mikla áherslu á að nýta íslenskt hráefni og breytum matseðlinum eftir árstíðum. Sjávarréttasúpan okkar er löngu orðin vel þekkt og er mjög vinsæl enda einstaklega bragðgóð, matarmikil og borin fram með fersku súrdeigsbrauði og smjöri. Það er ekkert leyndarmál að við seldum fleiri lítra af henni en bjór í fyrra.“ MYND/SAGA SIG Hlaðan er vinsæl hjá fyrirtækjahópum Fyrir þau sem vilja ganga alla leið og gista er boðið upp á einkaleigu í uppgerðum húsum sem áður voru bóndabæir, golfskáli og samskiptamiðstöð hersins í seinni heimsstyrjöldinni. „Húsin taka allt frá fjórum og upp í níu gesti í gistingu hvert og henta því vel fyrir allskyns tilefni.“ Á svæðinu er einnig uppgerð hlaða þar sem er nú fundar- og veislusalur þar sem hægt er að taka á móti allt að 60 manna hópum í ýmiskonar viðburði. „Það er til að mynda mjög vinsælt hjá fyrirtækjahópum að vera með vinnudag í Hvammsvík sem endar í sjóböðunum og með þriggja rétta mat í hlöðunni en við höfum einnig verið með töluvert af heilsutengdum viðburðum svo sem jóga námskeið og vinnustofur rithöfunda. Einnig er vert að minnast á jólahlaðborðið okkar í hlöðunni sem er í boði fyrir hópa annað árið í röð og komust færri að í fyrra en vildu.“ Allar nánari upplýsingar á vef Hvammsvíkur. MYND/SAGA SIG Heilsa Ferðalög Fjölskyldumál Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Við bjóðum upp á hráa íslenska náttúruupplifun með fyrsta flokks þjónustu í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík,“ segir Hilmar Þór Bergmann, framkvæmdastjóri Hvammsvíkur. „Frá upphafi höfum við verið meðvituð um að varðveita náttúruna og hafa hana í forgrunni. Ásamt sjóböðunum í fjöruborðinu og gufubaðinu má finna lítinn veitingastað, funda- og veislusal og gistingu.“ „Við leggjum mikla áherslu á upplifun gesta og leggjum því áherslu á að taka ekki við of mörgum ofan í laugarnar í einu," segir Hilmar Þór Bergmann, framkvæmdastjóri Hvammsvík Hot Springs. MYND/SAGA SIG Gestir sjóbaðanna geta einnig nýtt sér reglulega tíma í Wim Hof aðferðinni og sjósundstíma, sér að kostnaðarlausu. „Þá geta gestir farið á Paddle bretti í fjörðinn eða gengið út í Hvammshöfða og upp að Steðja þegar Hvammsvík er heimsótt.“ Hilmar segir aðsóknina hafa verið mjög góða frá upphafi og farið stigvaxandi með hverjum mánuðinum. „Við leggjum mikla áherslu á upplifun gesta og leggjum því áherslu á að taka ekki við of mörgum ofan í laugarnar í einu. Því takmörkum við miðaframboð á hverjum tíma. Það er því mikilvægt að fólk bóki sér tíma fyrir fram á vefnum okkar." MYND/SAGA SIG Hver heimsókn er í raun einstök Nokkur baðlón hafa opnað hér á landi á síðustu árum. Það sem aðgreinir Hvammsvík frá öðrum að sögn Hilmars er þessi hráa upplifun sem stjórnast af samspili dýralífs, sjávarfalla og dagsbirtu. „Hvalfjörðurinn er alveg einstök náttúruperla og hver heimsókn er í rauninni einstök. Þú getur farið úr því að lygna aftur augunum og heyra úið í æðarkollunni á sumrin yfir í að horfa á Norðurljósin og hlusta á niðinn í vetrarþögninni.“ MYND/SAGA SIG Og svo er auðvitað stutt í Atlantshafið en það er mjög hressandi að stinga sér í sjóinn og hlýja sér svo eftir á í böðunum. „Stundum synda forvitnir selir alveg upp að laugunum til að skoða mannfólkið. Heita vatnið kemur úr borholu rétt hjá laugunum og það er kælt niður með söltum sjónum. Við fáum síðan kalda drykkjarvatnið úr Reynivallahálsi, fjallinu fyrir ofan okkar, þannig að við erum sjálfbær með alla okkar vatnsnotkun.“ Veitingastaðurinn Stormur Bistro býður upp á ljúffengar veitingar sem gott er að gæða sér á eftir frískandi ferð í sjóböðin.MYND/SIGURJÓN RAGNAR Sjávarréttasúpan löngu orðin vel þekkt Veitingastaðurinn Stormur Bistro býður upp á ljúffengar veitingar sem gott er að gæða sér á eftir frískandi ferð í sjóböðin. „Stormur Bistro býður upp á léttan og einfaldan matseðil sem inniheldur meðal annars opnar samlokur og súpur. Við leggjum mikla áherslu á að nýta íslenskt hráefni og breytum matseðlinum eftir árstíðum. Sjávarréttasúpan okkar er löngu orðin vel þekkt og er mjög vinsæl enda einstaklega bragðgóð, matarmikil og borin fram með fersku súrdeigsbrauði og smjöri. Það er ekkert leyndarmál að við seldum fleiri lítra af henni en bjór í fyrra.“ MYND/SAGA SIG Hlaðan er vinsæl hjá fyrirtækjahópum Fyrir þau sem vilja ganga alla leið og gista er boðið upp á einkaleigu í uppgerðum húsum sem áður voru bóndabæir, golfskáli og samskiptamiðstöð hersins í seinni heimsstyrjöldinni. „Húsin taka allt frá fjórum og upp í níu gesti í gistingu hvert og henta því vel fyrir allskyns tilefni.“ Á svæðinu er einnig uppgerð hlaða þar sem er nú fundar- og veislusalur þar sem hægt er að taka á móti allt að 60 manna hópum í ýmiskonar viðburði. „Það er til að mynda mjög vinsælt hjá fyrirtækjahópum að vera með vinnudag í Hvammsvík sem endar í sjóböðunum og með þriggja rétta mat í hlöðunni en við höfum einnig verið með töluvert af heilsutengdum viðburðum svo sem jóga námskeið og vinnustofur rithöfunda. Einnig er vert að minnast á jólahlaðborðið okkar í hlöðunni sem er í boði fyrir hópa annað árið í röð og komust færri að í fyrra en vildu.“ Allar nánari upplýsingar á vef Hvammsvíkur. MYND/SAGA SIG
Heilsa Ferðalög Fjölskyldumál Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira