Eftir að hafa tékkað sig inn á versta hostelið í borginni, farið í hræðilega bátsferð var komið að því að fara út að borða. Þeir vinirnir voru nokkuð hrifnir af staðnum, þrátt fyrir að hann sé með slæma dóma.
En síðan byrjuðu þjónustustúlkurnar að syngja og það hátt og mikið sem gekk á allt kvöldið. Steindi hafi logið því við bókunina að Halldór ætti afmæli og fékk hann þann lúxus að ein söngkonan flutti heilt lag fyrir hann.
Þættirnir hófu göngu sína á föstudagskvöldið en þeir fjalla um þessa tvo æskuvini sem fara í spreng hlægilegt ferðalag um heiminn. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra.
Hér að neðan má sjá umrætt atriði úr fyrsta þætti.