„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 14:30 Atli Þór Fanndal var ráðinn samskiptastjóri Pírata í byrjun maí. Hann er þegar hættur. Aðsend Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25