„Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Lovísa Arnardóttir, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 8. október 2024 11:10 Konungs- og forsetahjónin veifuðu fólki við Amalíuborgarhöll í morgun. Vísir/AP Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir móttökur Friðriks X Danakonungs og Mary drottningar hafa verið ótrúlega hlýjar og skemmtilegar. „Það er eiginlega eins og við höfum verið að hitta gamla vini. Við erum mjög þakklát fyrir þessa hlýju sem við skynjum allt í kring en sérstaklega gestrisnina frá konungshjónunum,“ segir Halla. Hún segir að í heimsókn sinni ætli hún að leggja áherslu á að ræða græna orku og orkuskipti en einnig menningarmál. Hún ætli að ræða við konungshjónin um Árnastofnun og áframhaldandi samstarf um handritin. „Við munum auðvitað tala um að dýpka og þétta tengslin á milli okkar landa. Að sækja fram saman Ísland og Danmörk, og Norðurlöndin, í þessum stóru tækifærum eins og sjálfbærni, jafnrétti og þessum hlutum sem við stöndum fyrir.“ Eigi margt sameiginlegt Halla og Friðrik eru fædd sama ár, 1968, og segir Halla að reynsluheimur þeirra sé líkur. Þau hafi áður tekið þátt í sameiginlegu verkefni um nýsköpun. Það sé því margt sem þau geti talað um. Halla og eiginmaður hennar, Björn, gista í konungshöllinni á meðan heimsókn þeirra stendur. „Þetta er eins og að vera í ævintýri. Við ætlum að njóta hverrar mínútu.“ Hér að neðan er viðtal við Tinnu Hlíðarsdóttur Kornum, Björk Arnardóttur móður hennar og börn hennar Hilbert Tinnuson Kornum og Evitu Tinnudóttur Kornum. Þau klæddu sig upp í þjóðbúning til að taka á móti konungs- og forsetahjónunum. Fyrsta ríkisheimsóknin Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Kóngafólk Danmörk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8. október 2024 08:50 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Það er eiginlega eins og við höfum verið að hitta gamla vini. Við erum mjög þakklát fyrir þessa hlýju sem við skynjum allt í kring en sérstaklega gestrisnina frá konungshjónunum,“ segir Halla. Hún segir að í heimsókn sinni ætli hún að leggja áherslu á að ræða græna orku og orkuskipti en einnig menningarmál. Hún ætli að ræða við konungshjónin um Árnastofnun og áframhaldandi samstarf um handritin. „Við munum auðvitað tala um að dýpka og þétta tengslin á milli okkar landa. Að sækja fram saman Ísland og Danmörk, og Norðurlöndin, í þessum stóru tækifærum eins og sjálfbærni, jafnrétti og þessum hlutum sem við stöndum fyrir.“ Eigi margt sameiginlegt Halla og Friðrik eru fædd sama ár, 1968, og segir Halla að reynsluheimur þeirra sé líkur. Þau hafi áður tekið þátt í sameiginlegu verkefni um nýsköpun. Það sé því margt sem þau geti talað um. Halla og eiginmaður hennar, Björn, gista í konungshöllinni á meðan heimsókn þeirra stendur. „Þetta er eins og að vera í ævintýri. Við ætlum að njóta hverrar mínútu.“ Hér að neðan er viðtal við Tinnu Hlíðarsdóttur Kornum, Björk Arnardóttur móður hennar og börn hennar Hilbert Tinnuson Kornum og Evitu Tinnudóttur Kornum. Þau klæddu sig upp í þjóðbúning til að taka á móti konungs- og forsetahjónunum. Fyrsta ríkisheimsóknin Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Kóngafólk Danmörk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8. október 2024 08:50 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01
Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8. október 2024 08:50