Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 11:28 Deilt hefur verið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar um áratugaskeið. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira