Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 11:29 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52