Yazan og fjölskylda komin með vernd Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 12:26 Mál Yazans hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi síðustu mánuði. Yazan er ellefu ára langveikur strákur frá Palestínu. Hann er nú kominn með vernd á Íslandi og fjölskyldan hans líka. Vísir/Sara Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september, fyrir sautján dögum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“ Hann segir að í öllum sambærilegum málum fólks frá Palestínu hafi þeim verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Viðbótarvernd vísi þá til hins almenna ástands í Palestínu. „Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“ Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar segir fjölskylduna halda upp á þessi tímamót í dag. Vísir/Arnar Hann segir fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar hafa einkennst af gleði en einnig spennufalli. „Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“ Örugg á Íslandi Hann segir fjölskylduna hafa haldið heim eftir fundinn hjá Útlendingastofnun þar sem þau ætluðu að halda upp á þetta. „Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“ Albert segir það hafa farið fram úr sínum björtustu vonum hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“ Minni hali og færri umsóknir Albert segir stofnunina undanfarið hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann auk þess sem umsóknir séu færri á þessu ári en síðustu ár. „Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06 „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33 „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands í júní 2023. Með þeim í för var sonur þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda en einnig vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðasta mánuði en aðgerðinni var frestað að beiðni dómsmálaráðherra. Eftir það tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að ekki yrði farið í aðra brottvísunaraðgerð vegna þess að svo stutt væri í að fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra yrði tekinn til efnislegrar meðferðar. Sá tímafrestur rann út 21. september, fyrir sautján dögum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“ Hann segir að í öllum sambærilegum málum fólks frá Palestínu hafi þeim verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Viðbótarvernd vísi þá til hins almenna ástands í Palestínu. „Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“ Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Tamimi fjölskyldunnar segir fjölskylduna halda upp á þessi tímamót í dag. Vísir/Arnar Hann segir fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar hafa einkennst af gleði en einnig spennufalli. „Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“ Örugg á Íslandi Hann segir fjölskylduna hafa haldið heim eftir fundinn hjá Útlendingastofnun þar sem þau ætluðu að halda upp á þetta. „Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“ Albert segir það hafa farið fram úr sínum björtustu vonum hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“ Minni hali og færri umsóknir Albert segir stofnunina undanfarið hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann auk þess sem umsóknir séu færri á þessu ári en síðustu ár. „Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir „Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06 „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33 „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. 20. september 2024 09:06
„Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. 18. september 2024 21:33
„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32