Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 14:53 Þetta bílastæði er við ströndina. Rauðu svæðin eru göngusvæði. Mynd/Íris Guðnadóttir Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. „Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36