Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. október 2024 11:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld vilji gera gagn þegar kemur að því að tryggja mannréttindi. Vísir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst vongóð að Ísland nái sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en kosning um hvaða ríki taka þar sæti fer fram síðar í dag. Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira