Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2024 22:44 Kristjana M. Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri Carbon Recycling. Bjarni Einarsson Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Carbon Recycling, eða CRI, en tólf ár eru frá því fyrirtækið gangsetti verksmiðju sína í Svartsengi. Henni var ætlað að sýna fram á að þessi íslenska uppfinning virkaði til að fanga koltvísýring frá iðnaði og breyta honum í metanól. Einkaleyfin eru orðin fimmtán talsins. Verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi var gangsett árið 2012.CRI „Þetta er íslenskt hugvit og þetta byrjaði allt hér. Við erum búin að vera að síðan 2006,“ segir Kristjana M. Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri Carbon Recycling. Fyrsti aðilinn erlendis til að kaupa tæknina var í Þýskalandi en síðan bættust Svíþjóð og Noregur á landakort CRI sem og tveir aðilar í Kína. Og núna hefur kínversk endurvinnslustöð bæst í hópinn. „Þetta er einn af okkar stærstu samningum til þessa þar sem við erum búin að hefja hönnun á 170 þúsund tonna verksmiðju,“ segir Kristjana. Frá undirritun samninga í Kína. Aftast fyrir miðju myndar er Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína.CRI Þetta er verkefni sem fjörutíu starfsmenn á skrifstofunni í Kópavogi sinna, efnaverkfræðingar, rafmagnsverkfræðingar og vélaverkfræðingar, og skapar umtalsverðar gjaldeyrisstekjur. Kristjana segist þó ekki vilja gefa upp beinar tölur. „En almennt þá ertu að tala um tölur sem velta á milljörðum, fyrir hvern samning sem við lokum.“ Og það er hrópað á þessa tækni utan úr heimi. Kristjana segir yfir 150 verkefni í þróun á mismunandi stigum. Stefnt er að því að nýjasta verksmiðjan í Kína verði gangsett á næsta ári. Verkefnið í Kína snýst um að fanga koltvísýring frá endurvinnslustöð og breyta honum í rafeldsneyti.CRI „Þessi verksmiðja er að nýta útblástur úr lífrænum úrgangi og vindorku. Og þetta er eitthvað sem við myndum algerlega vilja sjá hérna heima á Íslandi líka,“ segir hún. Kínverjar hyggjast meðal annars nýta rafeldsneytið á flota flutningaskipa en Kristjana segir tæknina einnig geta nýst til orkuskipta í flugi. „Og í rauninni þær verksmiðjur sem við höfum gert nú þegar, og þessi núna, þetta eru næstum því 400 þúsund tonn. Og þetta væri ígildi þess að geta veitt öllum skipaflotanum á Íslandi eldsneyti árlega.“ -Þannig að bara með þessari aðferð gætum við leyst loftslagsvanda Íslendinga, bara nánast einn, tveir og þrír? „Algerlega. Við höfum bæði orkuna og afurðirnar og tæknina til staðar nú þegar. Og bara við spyrjum: Eftir hverju erum við að bíða?“ segir viðskiptastjóri Carbon Recycling. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Kína Grindavík Tækni Nýsköpun Vísindi Tengdar fréttir CRI að fá inn nýja fjárfesta sem metur félagið á yfir tuttugu milljarða Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, er nú á lokametrunum með að klára liðlega fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá alþjóðlegum fjárfestum í því skyni að hraða vexti félagsins. Áætlað er að CRI verði metið á yfir tuttugu milljarða króna í því hlutafjárútboði sem er leitt áfram af hollenska bankanum ING. 4. maí 2023 11:20 4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. 27. september 2021 10:02 Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í Carbon Recycling International fyrir 45,5 milljónir dollara, eða sex milljarða króna. Hyggjast nýta tækni félagsins í bílaframleiðslu og til að draga úr mengun. Eignast þriðjungshlut. 4. júlí 2015 07:00 Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. 25. október 2020 23:06 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Carbon Recycling, eða CRI, en tólf ár eru frá því fyrirtækið gangsetti verksmiðju sína í Svartsengi. Henni var ætlað að sýna fram á að þessi íslenska uppfinning virkaði til að fanga koltvísýring frá iðnaði og breyta honum í metanól. Einkaleyfin eru orðin fimmtán talsins. Verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi var gangsett árið 2012.CRI „Þetta er íslenskt hugvit og þetta byrjaði allt hér. Við erum búin að vera að síðan 2006,“ segir Kristjana M. Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri Carbon Recycling. Fyrsti aðilinn erlendis til að kaupa tæknina var í Þýskalandi en síðan bættust Svíþjóð og Noregur á landakort CRI sem og tveir aðilar í Kína. Og núna hefur kínversk endurvinnslustöð bæst í hópinn. „Þetta er einn af okkar stærstu samningum til þessa þar sem við erum búin að hefja hönnun á 170 þúsund tonna verksmiðju,“ segir Kristjana. Frá undirritun samninga í Kína. Aftast fyrir miðju myndar er Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína.CRI Þetta er verkefni sem fjörutíu starfsmenn á skrifstofunni í Kópavogi sinna, efnaverkfræðingar, rafmagnsverkfræðingar og vélaverkfræðingar, og skapar umtalsverðar gjaldeyrisstekjur. Kristjana segist þó ekki vilja gefa upp beinar tölur. „En almennt þá ertu að tala um tölur sem velta á milljörðum, fyrir hvern samning sem við lokum.“ Og það er hrópað á þessa tækni utan úr heimi. Kristjana segir yfir 150 verkefni í þróun á mismunandi stigum. Stefnt er að því að nýjasta verksmiðjan í Kína verði gangsett á næsta ári. Verkefnið í Kína snýst um að fanga koltvísýring frá endurvinnslustöð og breyta honum í rafeldsneyti.CRI „Þessi verksmiðja er að nýta útblástur úr lífrænum úrgangi og vindorku. Og þetta er eitthvað sem við myndum algerlega vilja sjá hérna heima á Íslandi líka,“ segir hún. Kínverjar hyggjast meðal annars nýta rafeldsneytið á flota flutningaskipa en Kristjana segir tæknina einnig geta nýst til orkuskipta í flugi. „Og í rauninni þær verksmiðjur sem við höfum gert nú þegar, og þessi núna, þetta eru næstum því 400 þúsund tonn. Og þetta væri ígildi þess að geta veitt öllum skipaflotanum á Íslandi eldsneyti árlega.“ -Þannig að bara með þessari aðferð gætum við leyst loftslagsvanda Íslendinga, bara nánast einn, tveir og þrír? „Algerlega. Við höfum bæði orkuna og afurðirnar og tæknina til staðar nú þegar. Og bara við spyrjum: Eftir hverju erum við að bíða?“ segir viðskiptastjóri Carbon Recycling. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Kína Grindavík Tækni Nýsköpun Vísindi Tengdar fréttir CRI að fá inn nýja fjárfesta sem metur félagið á yfir tuttugu milljarða Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, er nú á lokametrunum með að klára liðlega fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá alþjóðlegum fjárfestum í því skyni að hraða vexti félagsins. Áætlað er að CRI verði metið á yfir tuttugu milljarða króna í því hlutafjárútboði sem er leitt áfram af hollenska bankanum ING. 4. maí 2023 11:20 4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. 27. september 2021 10:02 Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í Carbon Recycling International fyrir 45,5 milljónir dollara, eða sex milljarða króna. Hyggjast nýta tækni félagsins í bílaframleiðslu og til að draga úr mengun. Eignast þriðjungshlut. 4. júlí 2015 07:00 Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. 25. október 2020 23:06 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
CRI að fá inn nýja fjárfesta sem metur félagið á yfir tuttugu milljarða Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, er nú á lokametrunum með að klára liðlega fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá alþjóðlegum fjárfestum í því skyni að hraða vexti félagsins. Áætlað er að CRI verði metið á yfir tuttugu milljarða króna í því hlutafjárútboði sem er leitt áfram af hollenska bankanum ING. 4. maí 2023 11:20
4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. 27. september 2021 10:02
Kínverjar kaupa þriðjungshlut í CRI Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í Carbon Recycling International fyrir 45,5 milljónir dollara, eða sex milljarða króna. Hyggjast nýta tækni félagsins í bílaframleiðslu og til að draga úr mengun. Eignast þriðjungshlut. 4. júlí 2015 07:00
Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. 25. október 2020 23:06
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45