Undraverður bati með háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 20:01 Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á Háþrýsti-og Köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. Vísir/Einar Fólk sem þjáist af langtímaafleiðingum Covid hefur náð miklum bata eftir að hafa stundað háþrýstimeðferð á Landspítalanum. Sjúklingar sem hafa verið rúmliggjandi hafi getað snúið aftur til eðlilegs lífs. Tæknin nýtist gegn mörgum öðrum sjúkdómum og kvillum. Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira