Undraverður bati með háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 20:01 Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á Háþrýsti-og Köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. Vísir/Einar Fólk sem þjáist af langtímaafleiðingum Covid hefur náð miklum bata eftir að hafa stundað háþrýstimeðferð á Landspítalanum. Sjúklingar sem hafa verið rúmliggjandi hafi getað snúið aftur til eðlilegs lífs. Tæknin nýtist gegn mörgum öðrum sjúkdómum og kvillum. Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira