Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 10. október 2024 15:47 Sigmundur deildi forsíðunni meðal annars með Pútín og Assad. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung
Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira