Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson klappaði fyrir stuðningsmönnum sem mættu til Helsinki. Getty/Stephen McCarthy „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira