Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson klappaði fyrir stuðningsmönnum sem mættu til Helsinki. Getty/Stephen McCarthy „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira