Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar 11. október 2024 14:02 í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun