Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 08:18 Jakob Frímann er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum. Jakob Frímann Magnússon, þingmaður og tónlistarmaður, stakk niður penna hér á Vísi til þess að segja raunasögu vinar síns og vekja athygli á stöðunni á bráðamóttökunni. Hann segir að vinur hans hafi glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafi birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Blóðtappi kom í ljós þegar hann fékk loks viðtal Hann hafi ítrekað, en án árangurs, reynt að fá úthlutað heimilislækni, sem fyrir nokkrum árum hafi þótt sjálfsagður hluti af íslensku velferðarkerfi. Hann hafi loks fengið viðtal á heilsugæslu í vikunni og í framhaldinu verið vísað í sneiðmyndatöku af höfði. „Í ljós kom að blóðtappi í æð aftan á hálsi, hafði valdið heilablæðingum og mikil mildi var að vinur minn lifði af.“ „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar“ Síðdegis á fimmtudag hafi vanlíðan vinarins aukist verulega. Hjartsláttur hafi orðið mjög óreglulegur, auk þess sem brostið hafi á með mikilli andnauð og sótthita. Jakob Frímann segist hafi hvatt vin sinn til þess að drífa sig á bráðamóttökuna, sem hann hafi og gert á sjötta tímanum á fimmtudag. Tveimur tímum síðar hafi hann hringt til að leita frétta og þá hafi röðin síður en svo verið komin að vininum. Sökum þess hve vanlíðan vinarins var mikil hafi hann ekið á staðinn til að meta stöðuna og hughreysta sinn mann. Hann hafi spurt alúðlega hjúkrunarkonu á staðnum hve löng biðin kynni að verða. „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar. Það eru 72 sjúklingar á undan honum, flestir þeirra í biðsalnum hér fyrir innan,“ hafi hún svarað kurteisislega. Minnti á herspítala í stríðshrjáðu landi Um miðnætti hafi hann aftur haft samband við vin sinn, sem hefði þá fengið að bíða í sex klukkustundir án samtals við lækni. Hann hafi brunað aftur á staðinn og fengið að hitta vin sinn í innri biðsal bráðamóttökunnar. „Aðkoman þar minnti meira á herspítala í stríðshrjáðu þriðja heims landi en nútímalega heilbrigðisþjónustu eins ríkasta lands veraldar: Út um alla ganga spítalans lá illa haldið fólk á lausum beddum, aðrir hímdu á bekkjum og stólum. Biðu þar og biðu, rétt eins og vinur minn.“ Sendur heim eftir ellefu klukkustundir Jakob Frímann segir að upp úr miðnætti hafi hann náð tali af vaktstjóra, sem hafi lofað honum að innan tíðar kæmi að vini hans. Um hálftíma síðar hafi afar geðþekkur og kurteis læknir komið, rætt við sjúklinginn og kveðist myndu gera sitt besta til að innan tíðar gæti hafist rannsókn á því hversu alvarlegt ástand hans raunverulega væri. Það ferli hafi hafist um klukkan tvö um nóttina, átta tímum eftir að biðin langa hófst. Á fimmta tímanum, ellefu klukkustundum eftir að vinurinn skráði sig inn á bráðamóttökuna, hafi hann verið sendur heim með fyrirheitum um fund með hjartalækni næstkomandi mánudag. „Kynni einhverjum að þykja þetta ástand boðlegt eða samfélagi okkar sæmandi?“ spyr Jakob Frímann. Fjöldi aldraðra á spítalanum helsta orsökin Jakob Frímann segir ekki við starfsfólk Landspítalans að sakast, það reyni allt að gera sitt besta. Hann hafi rætt við lækninn geðþekka, sem hafi alls þessa mætti rekja til mikillar nýlegrar aukningar á þeim sem þyrftu á bráðaþjónustu að halda. Hann hafi vísað til þess að spítalinn hafi verið reistur fyrir 250 þúsund manna þjóð og ferðamönnum hefði fjölgað úr 250.000 í 2.500.000 á ári á örfáum árum. „Að mati læknisins er þó stærsti hluti vandans tengdur þeim mikla fjölda aldraðra sem fastir eru inni á spítalanum, sökum þess að því fari fjarri að byggður hefði verið nægilegur fjöldi nýrra rýma fyrir aldraða hérlendis. Stóran hluta þessa fólks er hreinlega ekki hægt að útskrifa af spítalanum vegna alvarlegs skorts á öðrum úrræðum. Og í þeim hópi fjölgar stöðugt, sökum síhækkandi lífaldurs Íslendinga.“ Ráðherrar verði að vinna sem einn maður Loks rekur Jakob Frímann það að um sjö hundruð eldri borgarar séu á biðlistum eftir viðeigandi þjónusturýmum í höfuðborginni, en einungis um 200 slík muni vera í byggingu og ekki ljóst hvenær lokið verði við þau. Þörfin hafi fyrir alllöngu verið greind og niðurstöður hins opinbera birtar í þeim efnum; árlega þyrfti að byggja hér 150 ný rými fyrir þennan ört stækkandi hóp eldri borgara og hefði reyndar þurft að hefja slíka sókn fyrir allnokkrum árum. „Við blasir í raun algjört neyðarástand sem að óbreyttu mun aðeins versna frá ári til árs og hlýtur að vera mikið kvíðaefni þeim sem komnir eru „á aldur“ - sem og aðstandendum þeirra.“ Nú þurfi óhjákvæmilega og án tafar að taka saman höndum við að leysa úr því ófremdarástandi sem hér blasi við. Slíkt muni að líkindum ekki gerast nema í nánu samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Þrenningin sem hér þurfi nú að taka til fullra starfa – sem einn maður – við skjótan viðsnúning, þurfi að innibera félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra. „Alþingismenn þurfa síðan að sammælast um að þvælast ekki fyrir á slysstað.“ Heilbrigðismál Flokkur fólksins Alþingi Landspítalinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, þingmaður og tónlistarmaður, stakk niður penna hér á Vísi til þess að segja raunasögu vinar síns og vekja athygli á stöðunni á bráðamóttökunni. Hann segir að vinur hans hafi glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafi birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Blóðtappi kom í ljós þegar hann fékk loks viðtal Hann hafi ítrekað, en án árangurs, reynt að fá úthlutað heimilislækni, sem fyrir nokkrum árum hafi þótt sjálfsagður hluti af íslensku velferðarkerfi. Hann hafi loks fengið viðtal á heilsugæslu í vikunni og í framhaldinu verið vísað í sneiðmyndatöku af höfði. „Í ljós kom að blóðtappi í æð aftan á hálsi, hafði valdið heilablæðingum og mikil mildi var að vinur minn lifði af.“ „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar“ Síðdegis á fimmtudag hafi vanlíðan vinarins aukist verulega. Hjartsláttur hafi orðið mjög óreglulegur, auk þess sem brostið hafi á með mikilli andnauð og sótthita. Jakob Frímann segist hafi hvatt vin sinn til þess að drífa sig á bráðamóttökuna, sem hann hafi og gert á sjötta tímanum á fimmtudag. Tveimur tímum síðar hafi hann hringt til að leita frétta og þá hafi röðin síður en svo verið komin að vininum. Sökum þess hve vanlíðan vinarins var mikil hafi hann ekið á staðinn til að meta stöðuna og hughreysta sinn mann. Hann hafi spurt alúðlega hjúkrunarkonu á staðnum hve löng biðin kynni að verða. „Þetta gætu orðið u.þ.b. fjórir tímar til viðbótar. Það eru 72 sjúklingar á undan honum, flestir þeirra í biðsalnum hér fyrir innan,“ hafi hún svarað kurteisislega. Minnti á herspítala í stríðshrjáðu landi Um miðnætti hafi hann aftur haft samband við vin sinn, sem hefði þá fengið að bíða í sex klukkustundir án samtals við lækni. Hann hafi brunað aftur á staðinn og fengið að hitta vin sinn í innri biðsal bráðamóttökunnar. „Aðkoman þar minnti meira á herspítala í stríðshrjáðu þriðja heims landi en nútímalega heilbrigðisþjónustu eins ríkasta lands veraldar: Út um alla ganga spítalans lá illa haldið fólk á lausum beddum, aðrir hímdu á bekkjum og stólum. Biðu þar og biðu, rétt eins og vinur minn.“ Sendur heim eftir ellefu klukkustundir Jakob Frímann segir að upp úr miðnætti hafi hann náð tali af vaktstjóra, sem hafi lofað honum að innan tíðar kæmi að vini hans. Um hálftíma síðar hafi afar geðþekkur og kurteis læknir komið, rætt við sjúklinginn og kveðist myndu gera sitt besta til að innan tíðar gæti hafist rannsókn á því hversu alvarlegt ástand hans raunverulega væri. Það ferli hafi hafist um klukkan tvö um nóttina, átta tímum eftir að biðin langa hófst. Á fimmta tímanum, ellefu klukkustundum eftir að vinurinn skráði sig inn á bráðamóttökuna, hafi hann verið sendur heim með fyrirheitum um fund með hjartalækni næstkomandi mánudag. „Kynni einhverjum að þykja þetta ástand boðlegt eða samfélagi okkar sæmandi?“ spyr Jakob Frímann. Fjöldi aldraðra á spítalanum helsta orsökin Jakob Frímann segir ekki við starfsfólk Landspítalans að sakast, það reyni allt að gera sitt besta. Hann hafi rætt við lækninn geðþekka, sem hafi alls þessa mætti rekja til mikillar nýlegrar aukningar á þeim sem þyrftu á bráðaþjónustu að halda. Hann hafi vísað til þess að spítalinn hafi verið reistur fyrir 250 þúsund manna þjóð og ferðamönnum hefði fjölgað úr 250.000 í 2.500.000 á ári á örfáum árum. „Að mati læknisins er þó stærsti hluti vandans tengdur þeim mikla fjölda aldraðra sem fastir eru inni á spítalanum, sökum þess að því fari fjarri að byggður hefði verið nægilegur fjöldi nýrra rýma fyrir aldraða hérlendis. Stóran hluta þessa fólks er hreinlega ekki hægt að útskrifa af spítalanum vegna alvarlegs skorts á öðrum úrræðum. Og í þeim hópi fjölgar stöðugt, sökum síhækkandi lífaldurs Íslendinga.“ Ráðherrar verði að vinna sem einn maður Loks rekur Jakob Frímann það að um sjö hundruð eldri borgarar séu á biðlistum eftir viðeigandi þjónusturýmum í höfuðborginni, en einungis um 200 slík muni vera í byggingu og ekki ljóst hvenær lokið verði við þau. Þörfin hafi fyrir alllöngu verið greind og niðurstöður hins opinbera birtar í þeim efnum; árlega þyrfti að byggja hér 150 ný rými fyrir þennan ört stækkandi hóp eldri borgara og hefði reyndar þurft að hefja slíka sókn fyrir allnokkrum árum. „Við blasir í raun algjört neyðarástand sem að óbreyttu mun aðeins versna frá ári til árs og hlýtur að vera mikið kvíðaefni þeim sem komnir eru „á aldur“ - sem og aðstandendum þeirra.“ Nú þurfi óhjákvæmilega og án tafar að taka saman höndum við að leysa úr því ófremdarástandi sem hér blasi við. Slíkt muni að líkindum ekki gerast nema í nánu samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. Þrenningin sem hér þurfi nú að taka til fullra starfa – sem einn maður – við skjótan viðsnúning, þurfi að innibera félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og ekki síst fjármálaráðherra. „Alþingismenn þurfa síðan að sammælast um að þvælast ekki fyrir á slysstað.“
Heilbrigðismál Flokkur fólksins Alþingi Landspítalinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira