Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 07:03 Billy Gilmour og Scott McTominay leika báðir með Napoli á Ítalíu. Vísir/Getty Flestum þykja ítalskar pítsur mikið lostgæti. Mikilvægt þykir að fylgja ýmsum reglum sem tilheyra því að gera ekta ítalska pítsu en eigandi veitingastaðar eins í Glasgow lætur slíkt ekki stoppa sig í pítsugerðinni. Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“ Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“
Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira